1887

OECD Multilingual Summaries

International Migration Outlook 2013

Summary in Icelandic

Cover
Read the full book on:
10.1787/migr_outlook-2013-en

Horfur í alþjóðlegum fólksflutningum 2013

Útdráttur á íslensku

HELSTU HORFUR

 • Innflutningur fólks hefur aukist í OECD‑löndunum en eru talsvert neðan við þau mörk sem voru fyrir kreppuna. Árið 2011 jókst varanlegur fólksflutningur í heild hjá OECD‑löndunum miðað við 2010 en var samt undir fjórum milljónum manns. Bráðabirgðatölur frá 2012 benda til frekari aukningar. Tímabundinn flutningur vinnuafls var í tiltölulegri kyrrstöðu miðað við 2010 og var rétt undir tveimur milljónum innflutts fólks. OECD‑löndin halda áfram að laða til sín námsmenn frá öllum heimshornum og hefur fjöldi alþjóðlegra námsmanna aukist um 6% frá 2009 til 2010.
 • Indland og Kína eru áfram mikilvæg upprunalönd fyrir fólksflutninga til OECD‑landa en Pólland og Rúmenía eru þetta árið meðal þriggja efstu landanna (á eftir Kína) vegna aukins hreyfanleika innan ESB. Frjálst flæði innan OECD‑landanna jókst árið 2011 og er nú fjórum sinnum algengara að tiltölu innan svæðisins heldur en innflutningur fólks annars staðar frá. Straumur fólks frá löndunum sem urðu hvað harðast úti í kreppunni, einkum í suðurhluta Evrópu hefur einnig aukist, úr 45% á milli áranna 2009 til 2011.
 • Árið 2011 jókst fjöldi hælisleitenda í OECD‑löndum um meira ein fimmtung og fór yfir 400.000 í fyrsta sinn síðan árið 2003. Þessi þróun er staðfest af bráðabirgðagögnum frá 2012. Helstu ákvörðunarlöndin eru Bandaríkin, Frakkland og Þýskaland. Að stórum hluta vegna „arabíska vorsins“ reyndist Ítalía vera fjórða stærsta áfangalandið árið 2011.
 • Margar ríkisstjórnir hafa tekið upp hömlur gagnvart ráðningu erlendra starfsmanna og leitast við að vernda eigin vinnuafl í viðureiginni við aukið atvinnuleysi. Þrátt fyrir það hafa lönd þó innleitt ráðstafanir til að bæta ástandið fyrir erlenda starfsmenn sem hafa misst atvinnuna, einna helst með því að leyfa þeim að dveljast áfram í landinu og leita sér að vinnu. Mörg lönd hafa tekið upp punktakerfi vegna þess hve sveigjanleg slík kerfi eru við að velja umsækjendur sem búa yfir mestri hæfni. Áætlanir til að laða að fjárfesta og frumkvöðla eru einnig með á verkefnalistanum.
 • Ástand vinnumarkaðarins frá sjónarmiði farandlaunþega hefur versnað á síðustu árum, bæði hvað varðar atvinnustig og í samanburði við innfædda. Í OECD‑löndunum í heild hefur atvinnuleysi erlendra íbúa aukist um 5 prósentustig milli áranna 2008 og 2012, samanborið við 3 prósentustig meðal innfæddra íbúa. Langtímaatvinnuleysi farandlaunþega er í þann veginn að verða alvarlegt vandamál í mörgum OECD‑löndum. Árið 2012 hafði næstum annar hver atvinnulaus farandlaunþegi verið í atvinnuleit í meira en eitt ár.
 • Ungir innflytjendur og þeir sem eru lítt menntaðir hafa orðið fyrir mestum áhrifum af kreppunni en þetta gildir síður um konur og farandlaunþega með meiri menntun og þjálfun. Áhrifin voru greinilegust á innflytjendur frá Suður‑Ameríku og Norður‑Afríku. Til dæmis náði atvinnuleysi farandlaunþega frá Norður‑Afríku í Evrópu hámarki sem var 26,6% árið 2012.
 • Áhersla á stefnur um aðlögun og fjármagn frá opinberum aðilum sem beinast að þessum vanda er mjög mismunandi milli landa, þrátt fyrir almenna þörf á að efla aðlögun farandlaunþega að vinnumarkaðnum til þess að komast hjá hugsanlegum áhrifum til langs tíma, aðallega meðal ungra innflytjenda og innfæddra barna innflytjenda. Sum lönd héldu áfram að leggja umtalsverðar upphæðir af opinberu fé í aðlögunarverkefni en annars staðar var skorið niður, einkum vegna efnahagslægðarinnar og takmarkaðra fjármuna.

Fjárhagsleg áhrif á innflutning fólks

Sú spurning er mjög umdeild hvort innflytjendur leggi sitt af mörkum án tilkostnaðar eða eru kostnaðarsöm eyðsluhít fyrir opinbera sjóði. Áætlanir gefa til kynna að áhrif þeirra séu lítilvæg, almennt ekki meira en 0,5% af vergri þjóðarframleiðslu, annað hvort til hagsbóta eða sem kostnaður. Þrátt fyrri það eru farandlaunþegar almennt í mun verri fjárhagslegri stöðu heldur en innfæddir, aðallega vegna þess að þeir eru líklegri til að greiða lægri skatta og framlög til almannatrygginga en ekki vegna þess hve háðir þeir eru félagslegum bótum.

Aldursdreifing farandlaunþega er mikilvægur þáttur í að útskýra mismuninn á hreina fjárhagsstöðu þeirra milli landa og er aldur við komu lykilatriði við að ákveða hreint núvirði beins fjárframlags farandlaunþega í framtíðinni, að vöxtum frádregnum. Þrátt fyrir þetta er leikur aldur tiltölulega lítið hlutverk í flestum kerfum fólksflutninga hvað varðar val á farandlaunþegum miðað við aðra þætti eins og starfsreynslu, tungumál og menntun. Frá almennara sjónarmiði liggur útskýringin á mismuninum í samsetningu farandlaunþegahópsins (vegna atvinnu eða fjölskyldu, af mannúðarástæðum) að miklu leyti í því hve mismunandi fjárhagsstaða þeirra er milli landa miðað við innfædda.

Atvinna er langmikilvægasti áhrifaþátturinn varðandi hreint fjárframlag innflytjenda, einkum í velferðarríkjum þar sem örlæti er við lýði. Ef atvinnuhlutfall innflytjenda væri aukið upp í það sem gildir fyrir infædda myndi það leiða af sér margvíslegar fjárhagslegar hagsbætur fyrir mörg OECD‑lönd.

Mismunun gegn innflytjendum

Mismunun gegn farandlaunþegum og börnum þeira á vinnumarkaðnum og í samfélaginu getur skaðað félagslega samheldni og dregið úr hvatningu til fjárfestinga í menntun. Hún getur einnig valdið gistilandinu fjárhagslegum skaða. Erfitt er að mæla mismunun en rannsóknir benda til að ekki er óalgengt að farandverkamenn og fjölskyldur þeirra þurfi að senda inn meira en tvöfalt fleiri umsóknir til að vera boðið í viðtal heldur en aðilar sem ekki eru með bakgrunn farandverkamanna en eru að öðru leyti með sams konar ferilskrár. Reyndar virðast mestu áhrif mismununar felast í ráðningarferlinu enda þótt hún geti einnig haft áhrif á framgang í starfi og laun síðar.

Flest OECD‑lönd hafa gert ráðstafanir til að vinna gegn mismunun en stærðargráða þeirra og umfang er mjög breytilegt. Algengust eru lagaleg úrræði. Allmörg OECD‑lönd hafa einnig mótað stefnu sem byggir á „jákvæðum aðgerðum“ þar sem til grundvallar eru markmið og kvótar og gögn eins og nafnlausar ferilskrár. Gögn benda til að þessi atriðið geti haft mikið að segja við að hamla gegn mismunun hátt ef þau eru undirbúin af kostgæfni. Stjórntæki til að efla fjölbreytni hafa einnig verið prófuð í allmörgum OECD‑löndum. Erfitt er að meta skilvirkni þeirra þar sem það eru almennt þeir vinnuveitendur sem mestan áhuga hafa á fjölbreytni sem taka þátt. Það virðist vera mjög mikilvægt að efla vitund manna um að yfirstíga neikvæðar staðalímyndir sem sýnist vera eitt af lykilatriðunum sem hafa mismunun í för með sér.

Helstu niðurstöður

 • Innflutningur fólks var 40% af heildaraukningu á fjölda íbúa á OECD svæðinu á tímabilinu 2001‑2011.
 • Varanlegur innflutningur til OECD‑landa jókst um 2% árið 2011. Bráðabirgðatölur sýna svipaða aukningu fyrir 2012.
 • Innflutningur fólks í tengslum við frjálsa flutninga innan Evrópu hafur aukist aftur í 15% árið 2011 eftir að hafa minnkað niður í næstum 40% á kreppuárunum (2007‑10).
 • Í Evrópu var minna en helmingur farandverkamanna ráðinn erlendis frá.
 • Fjöldi alþjóðlegra námsmanna er í stöðugum vexti og fór upp yfir 2,6 milljónir árið 2010.
 • Hlutur farandlaunþega frá Asíulöndum í straumi innflytjenda til OECD‑landa heldur áfram að aukast og náði 36% árið 2011. Þetta setur Asíu rétt á eftir Evrópu sem upprunaálfu.
 • Fjöldi hælisleitenda í OECD‑löndum jókst um meira en 20% árið 2011 og 7% árið 2012.
 • Tíu ný lönd hafa innleitt Tilskipun ESG um blátt kort ESB árið 2012, það er nú gefið út af öllum undirritunarlöndum.
 • Á árunum 2011 og 2012 gerðu sjö OECD‑lönd breytingar á kerfi sínu til að laða að alþjóðlega námsmenn í framhaldsnámi inn á vinnumarkað sinn.
 • Að meðaltali hjá OECD‑löndunum hafa farandlaunþegar orðið fyrir meiri áhrifum af auknu atvinnuleysi en innfæddir og hefur atvinnuleysi meðal þeirra aukist úr 8,1% árið 2008 í 12,9% árið 2012 í samanburði við hækkun úr 5,4% í 8,7% hjá innfæddum.
 • Á árunum 2008 til 2012 jókst hlutfall atvinnulausra innflytjenda sem höfðu verið án atvinnu í eitt ár eða meira úr 31% í 44% í OECD‑löndunum.

© OECD

Þessi útdráttur er ekki opinber OECD þýðing.

Eftirprentun þessa útdráttar er leyfileg, að því tilskildu að getið sé höfundarréttar OECD og titils upprunalegu útgáfunnar.

Fjöltyngdir útdrættir eru þýdd ágrip af útgáfum OECD sem upphaflega voru gefnar út á ensku og frönsku.

Þeir eru fáanlegir án endurgjalds í netbókaverslun OECD www.oecd.org/bookshop

Hafið samband við Réttinda- og þýðingareiningu OECD, framkvæmdanefnd fjölmiðlunar og almannamálefna ef frekari upplýsinga er þörf hjá: [email protected] eða með faxi: +33 (0)1 45 24 99 30.

OECD Rights and Translation unit (PAC)
2 rue André-Pascal, 75116
Paris, France

Heimsækið vefsíðu okkar www.oecd.org/rights

OECD

Read the complete English version on OECD iLibrary!

© OECD (2013), International Migration Outlook 2013, OECD Publishing.
doi: 10.1787/migr_outlook-2013-en

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error