1887

OECD Multilingual Summaries

Government at a Glance 2015

Summary in Icelandic

Cover
Read the full book on:
10.1787/gov_glance-2015-en

Hagstjórn í hnotskurn 2015

Útdráttur á íslensku

Afturbatinn er hafinn og hagvöxtur er smám saman að taka við sér á OECD svæðinu. Aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum halda áfram, þótt atvinnuleysi sé enn mikið og aukning í framleiðni lítil. Ójafnræði, bæði í tekjudreifingu og öðrum þáttum sem skipta máli varðandi velferð fólks, er einnig að aukast. Stjórnvöld verða að bregðast við þessum úrlausnarefnum til að tryggja þróttmeiri vöxt sem gagnast öllum á komandi árum. Þörf er á margþættri nálgun að opinberri stefnumörkun.

Stjórnvöld búa yfir margs konar úrræðum í stefnumörkun til þess að leggja grunn að sjálfbærari samfélögum fyrir alla. Án viðeigandi tækja til þess að koma í veg fyrir að hagsmunahópar yfirtaki opinbera stefnumótun, tryggja árangursríka innleiðingu og stuðla að gaumgæfilegu eftirliti og mati kunna jafnvel vel mótuð stefnumið að skila ekki tilætluðum árangri Vísarnir sem fram eru settir í ritinu Hagstjórn í hnotskurn 2015 varpa ljósi á það að hvaða marki stjórnvöld taka tillit til allra að því er varðar atvinnustig, stefnumótunarferli og árangur stefnumótunar.

Helstu niðurstöður

Heildarjöfnuður ríkissjóða í löndum OECD fer batnandi.

 • Jöfnuður í ríkisfjármálum landa OECD batnaði um 4,2 prósentustig, úr halla sem nam 8,4% af vergri landsframleiðslu árið 2009 í 4,2% árið 2013.
 • Árið 2013 var meðalhalli á ríkisfjármálum 3,5% af reiknaðri landsframleiðslu í löndum OECD, sem er bati um 3,6 prósentustig í samanburði við 2009.
 • Vegna aðhaldsaðgerða batnaði hrein sparnaðarstaða í OECD löndum (mismunur skammtímatekna og skammtímaskulda) milli 2009 og 2013, þ.m.t. í löndum með mjög neikvæða stöðu, svo sem Grikklandi, Írlandi og Portúgal.
 • Árið 2013 var meðalskuldastaðan í OECD löndum 109,3% af vlf. Frá 2013 lækkaði skuldastaðan í Tékklandi, Írlandi, Noregi og Slóvakíu, en mesta skuldahækkunin var í Slóveníu, Spáni, Ítalíu og Belgíu.

Opinber fjárfesting er lítil og verulega minni en árið 2009.

 • Frá 2009 til 2013 dró úr opinberri fjárfestingu um 0,8 prósentustig sem hlutfall af vlf. og 1,4 prósentustig sem hlutfall af heildarútgjöldum að meðaltali í löndum OECD. Á árinu 2013 nam opinber fjárfesting 3,3% af vlf. og 7,8% af heildarútgjöldum að meðaltali.
 • Á árinu 2013 voru að meðaltali 60% af opinberum fjárfestingum á vegum stjórnstiga fyrir neðan ríkisstjórnir. Í löndum á borð við Chile, Grikkland og Slóvakíu voru meira en 70% opinberra fjárfestinga á vegum ríkisstjórnarinnar.

Þrátt fyrir umbætur er atvinnustigið hjá hinu opinbera tiltölulega stöðugt sem hlutfall af heildarvinnuafli.

 • Umbótum í atvinnumálum og launamálum hefur verið beitt með víðtækum hætti af ríkisstjórnum í flestum löndum OECD til þess að draga úr útgjöldum.
 • Mismunandi tæki hafa verið notuð við umbætur í atvinnumálum, þar með talið að ráða ekki, eða ráða einungis að hluta, í stöður þeirra sem láta af störfum, bann við nýráðningum, útvistun og launalækkanir, einkum hjá æðstu embættismönnum, svo og launafrysting. Að jafnaði hafa umbætur leitt til lítils háttar aukningar í streitu og vinnuálagi.
 • Þrátt fyrir umbæturnar hefur fjöldi starfsmanna hjá hinu opinbera (ekki aðeins hjá ríkisvaldinu) sem hlutfall af heildarvinnuaflinu haldist tiltölulega stöðugt, eða rétt ofan við 19% árið 2013.

Þátttaka hagsmunaaðila í stefnumótun um stjórnvaldsaðgerðir er útbreidd, en hún er mjög síðbúin.

 • Með tilmælum OECD frá 2012 um aðferðir og stefnumótun um reglusetningu skuldbundu OECD lönd sig til þess að taka upp heildstæða nálgun að reglusetningu. Í mörgum löndum hafa verið teknar upp formlegar kröfur og þar með hefur náðst verulegur árangur í umbótum á stjórnunarvenjum og samræmi við sum af tilmælum OECD ráðsins.
 • Engu að síður er mikill munur á því að hvaða marki stjórnvöld ráðast í mat á áhrifum reglusetningar og eftirámat á kostnaði og ávinningi, fórnarkostnaði og samlegðaráhrifum.
 • Enn er mikið svigrúm til þess að bæta þátttöku hagsmunaaðila í reglusetningu. Samráð við borgara, fyrirtæki, borgaraleg samtök o.fl. kemur yfirleitt til seint á ferlinu, oft ekki fyrr en frumvarpsdrög eru lögð fyrir ríkisstjórn.Sjaldgæft er að beðið sé um endurgjöf til þess að hafa til hliðsjónar við mat á árangri eða betri innleiðingu reglugerða, né heldur eru þessir aðilar hafðir með í ráðum á fyrstu stigum umræðu um eðli vandamálsins og hugsanlegar lausnir.

Viðleitni til að halda uppi ráðvendni í stjórnsýslu eykst en enn eru gloppur

 • Í löndum OECD er vaxandi gaumur gefin að hagsmunaárekstrum en ólíkt því sem gerist með opinbera starfsmenn sem taka upp störf í einkageiranum eru nánast engar reglur um þá sem ráðnir eru í opinber störf (t.d. eftir störf á almennum vinnumarkaði eða í þrýstihópum).
 • Kröfur um að opinberir starfsmenn í æðri stöðum geri grein fyrir persónulegum hagsmunum hafa verið þróaðar frekar í flestum löndum OECD en í dómskerfinu og á „áhættusviðum“ – svo sem í tilviki skatt‑ og tollayfirvalda, innkaupastjóra og fjármálastjóra – eru minni kröfur gerðar um upplýsingaskyldu en hjá framkvæmda‑ og löggjafarvaldinu.
 • Ótilhlýðileg áhrif á stefnumörkun af hálfu sérhagsmunahópa er viðvarandi áhætta vegna ágalla svo sem að ekki er jafnvægi í samsetningu ráðgjafarhópa stjórnvalda að því er varðar hagsmuni og hreyfingar fólks milli þeirra hópa sem setja reglurnar og þeirra sem eiga að lúta þeim.
 • Síðan 2009 hefur færst í aukana að sett séu lög til verndar uppljóstrurum (e. whistleblower). Í raun er þó enn vandasamt að veita haldgóða vernd.

Verið er að innleiða góðar starfsvenjur um opna stjórnsýslu

 • Gögn um opna stjórnsýslu gera nýrri kynslóð borgara, fyrirtækja og opinberra starfsmanna kleift að skapa ný félagshagfræðileg verðmæti og aukið á gegnsæi í stjórnsýslu.
 • Samkvæmt hinni nýju OURdata vísitölu var viðleitninni til að koma á aðgengi að upplýsingum mest í Kóreu, Bretlandi, Ástralíu, Kanada og Spáni.
 • Þótt flest lönd hafi sýnt verulega viðleitni til þess að gera gögn og upplýsingar aðgengilegar er mikill munur á því hversu virkur stuðningur stjórnvalda er við endurnotkun opinberra upplýsinga (einkum endurnotkun innan opinberra stjórnvaldsstofnana).

Skattaívilnanakerfi stjórnvalda hafa dregið verulega úr aukningu ójafnræðis í tekjum en taka þarf á ójafnræði á öðrum sviðum en tekjum

 • Tekjutilfærsla af hálfu stjórnvalda er öflugt tæki til þess að hamla gegn afleiðingum af vaxandi ójafnræði á atvinnumarkaði. Árið 2011 lækkuðu tekjutilfærslur af hálfu stjórnvalda GINI stuðulinn um meira en 16 hundraðshluta.
 • Í sumum löndum hefur niðurskurður af hálfu stjórnvalda orðið til þess að auka hlutdeildina sem borgarar þurfa að greiða sjálfir fyrir aðgang að þjónustu, en það kann að auka enn á fjárhagslega tálma fyrir lágtekjufólk.
 • Aðferðir við veitingu þjónustu sem beinast að þeim sem verst standa (lágtekjufólki, innflytjendum, öryrkjum, ungmennum o.fl.) og aukin nýting á möguleikum nýrrar tækni gætu veitt tækifæri til þjónustuveitingar og árangurs af þjónustu fyrir alla.

© OECD

Þessi útdráttur er ekki opinber OECD þýðing.

Eftirprentun þessa útdráttar er leyfileg, að því tilskildu að getið sé höfundarréttar OECD og titils upprunalegu útgáfunnar.

Fjöltyngdir útdrættir eru þýdd ágrip af útgáfum OECD sem upphaflega voru gefnar út á ensku og frönsku.

Þeir eru fáanlegir án endurgjalds í netbókaverslun OECD www.oecd.org/bookshop

Hafið samband við Réttinda- og þýðingareiningu OECD, framkvæmdanefnd fjölmiðlunar og almannamálefna ef frekari upplýsinga er þörf hjá: [email protected] eða með faxi: +33 (0)1 45 24 99 30.

OECD Rights and Translation unit (PAC)
2 rue André-Pascal, 75116
Paris, France

Heimsækið vefsíðu okkar www.oecd.org/rights

OECD

Read the complete English version on OECD iLibrary!

© OECD (2015), Government at a Glance 2015, OECD Publishing.
doi: 10.1787/gov_glance-2015-en

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error