1887

OECD Multilingual Summaries

Development Co-operation Report 2012

Summary in Icelandic

Cover
Read the full book on:
10.1787/dcr-2012-en

Skýrsla um þróunarsamvinnu 2012

Útdráttur á íslensku

 • Skýrslan um þróunarsamvinnu er helsta viðmiðunarskjal ár hvert varðandi tölfræði og greiningu á stefnu hvað varðar alþjóðlega aðstoð.
 • Á þessu ári er leitast við í skýrslunni um þróunarsamvinnu fyrir árið 2012 að gefa innsýn í hvernig takast á við núverandi vandamál sjálfbærrar þróunar og er augum sérstaklega beint að þátttöku allra og góðum stjórnarháttum til að tryggja að takmörkuðum auðlindum okkar sé dreift á jafnræðisgrundvelli, nú og í framtíðinni.

Vandamál í þróun árið 2012

Þrátt fyrir stöðuga aukningu í vergri þjóðarframleiðslu í heiminum er um mikinn mismun að ræða milli landa og milli svæða ‑ og ójafnræðið eykst á öllum sviðum. Í heiminum í dag:

 • hefur fólksfjöldinn farið upp fyrir sjö milljarða mörkin.
 • einn milljarður manna hefur minna en tvo dollara milli handanna á dag og flestir þjást af næringarskorti.
 • 1,3 milljarður manna hefur engan aðgang að rafmagni.
 • Einn milljarð manna skortir hreint drykkjarvatn.
 • Meira en 2,2 milljarðar barna yngri en 14 ára deyja vegna mengaðs vatns.
 • Við notum 1,5 sinnum meiri auðlindir en nauðsynlegt er til að halda uppi hnattværri starfsemi.
 • Þróunarlönd horfa fram á fyrstu lækkun á opinberri þróunaraðstoð (ODA) að raungildi síðan árið 1997.

Skýrsla um þróunarsamvinnu þessa árs (DCR) fer yfir þessi vandamál meðal annars ‑ og hvaða þýðingu þau hafa fyrir sjálfbæra þróun ‑ út frá hugmyndum og reynslu helstu hugsuða og framkvæmdaaðila á sviði þróunar.

Tenging sjálfbærni og þróunar: Hnattvært samstarf og frumkvæði einstakra ríkja

Með þennan óvægna raunveruleika í huga þurfum við að finna lausnir sem eru hagnýtar, hagkvæmar og sem má endurtaka. Skýrslan um þróunarsamvinnu fyrir árið 2012 kannar hvernig þróunarsamfélagið ‑ þróunarlönd, nývaxtarlönd og lönd innan OECD, fjölþjóðlegar stofnanir, borgaraleg samtök (CSO) og einkageirinn ‑ hafa lagst á eitt við að takast á við sértæk umhverfisvandamál og að færa okkur í átt til sjálfbærrar þróunar. Þar eru sett fram framtaksverkefni og hugmyndir sem veita mikilvægan lærdóm og ný sjónarhorn:

 • Evrópusambandið gerir sér grein fyrir lykilhlutverki orku við að stuðla að vexti og þróun og hefur unnið að endurbótum á aðgangi að orku í Afríku allt frá árinu 2002. Nú gegnir það mikilvægu hlutverki í verkefni Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra orku fyrir alla, og tekur höndum saman við fjölda þróunarlanda við að finna lausnir á orkuvandamálum þeirra.
 • Baráttan gegn skammvinnri loftslagsmengun dregur úr neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga og minnkar jafnframt skaðleg áhrif loftmengunar á heilsu manna, landbúnað og vistkerfi. Svíþjóð er virkur þátttakandi í Samtökum um loftslag og hreint andrúmsloft (CCAC) og aðstoðar þróunarlönd við að efla tilraunir sínar til að hamla gegn skammvinnri loftslagsmengun.
 • Ef hægt er að brjótast undan helsi jarðefnavinnslu og auðlindanotkunar er hægt að bæta efnahagslegan árangur og draga bæði úr fátækt og deilum milli manna. Gana er í samstarfi við norskar stofnanir um áætlun um Olíu fyrir þróunarhjálp og hefur landið ásamt fleiri Afríkuríkjum unnið að því að tryggja ábyrga stjórn á jarðolíuauðlindum sínum bæði með tilliti til hagkvæmni, umhverfisáhrifa og félagslegrar ábyrgðar.

Mörg fleiri dæmi eru tiltæk um slíka starfsemi, bæði í þessari skýrslu um þróunarsamstarf og um allan heim: fjölþjóðlegar stofnanir hanna og setja í gang verkefni sem efla sjálfbært lífsviðurværi; fyrirtæki leggja áherslu á jákvæð félagsleg áhrif og mynda ný tækifæri til nýsköpunar og vaxtar gegnum hnattværa samvinnu; og lönd eins og Kína og Kenía sýna fram á að hugtökin "vistvænt" og "þróun" geta átt saman og verða að gera það.

Hlutverk þróunar og samvinnu í "framtíðinni sem við viljum"

Árið 2012 komu saman forystumenn og þúsundir þátttakenda frá ríkisstjórnum, einkageiranum og öðrum í Ríó de Janeiro á Ríó+20 ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun. Árangur ráðstefnunnar varð "Framtíðin sem við viljum", nýjasta sýn heimsins um sjálfbæra þróun. Hvernig getur þróunarsamvinna stuðlað að því að þessi framtíð verði veruleiki?

Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir eftirfarandi verkefnum sem eru lykilatriði er við höldum áfram eftir Rio+20, við vinnu sem tryggja á að vistvænn hagvöxtur knýji áfram sjálfbæra þróun:

Tekið skal upp nýtt form af þróunarsamvinnu

Þróunarmarkmið þúsaldarinnar (MDG) hafa verið leiðandi í þróunarsamvinnu síðan árið 2000, þar sem pólitísk áhersla var á að berjast gegn hungri, draga úr barnadauða, veita öllum aðgang að menntun og efla sjálfbærni umhverfisins. Ef litið er lengra en þessi þróunarmarkmið þúsaldarinnar þá gera veitendur og þiggjendur þróunarsamvinnu sér grein fyrir að nauðsynlegt er að móta nýtt form á starfsháttum til að takast á við vandamálin sem blasa við. Til að tryggja árangur í að uppfylla þarfir og forgangsröðun þróunarlanda þurfa þessir nýju starfshættir:

 • að fella hugmyndina um vistvæna þróun inn í alla þætti þróunarsamvinnu: Þetta þyrfti að ganga lengra en að leggja áherslu á meðferð náttúruauðlinda við gerð áætlana um aðstoð til þess að: tryggja að aðstoð til að draga úr fátækt efli lífsviðurværi sem er öruggt og stenst loftslagsbreytingar; tryggi að stuðningur við þróun á innra skipulagi og landnotkun sé taki tillit til varna gegn loftslagsbreytingum og náttúruhamförum.
 • Að endurspegla gildi náttúruverðmæta í verkefnum sem njóta aðstoðar: Þetta er einkum mikilvægt við forgangsröðun á fjárfestinga í þróun í formi fjármagns, náttúruverðmæta og mannauðs; sífellt fleiri vísbendingar koma fram sem gefa til kynna að fjárfesting í náttúruverðmætum gefur af sér meiri arð til samfélagsins heldur en fjárfesting í innra skipulagi sem er kolefnisháð.
 • að tryggja að útdeiling fjármuna til þróunar færist frá núverandi aðferð þar sem henni er skipt niður eftir verksviðum ráðandi aðila til ríkisstjórna í heild: Þetta þýðir að nota ætti meginhluta fjárveitinga til að fjármagna innlendar, sjálfbærar þróunaráætlanir sem styrkja lönd í að takast á við vistvæn forgangsverkefni í þróun á yfirgripsmeiri hátt.

Aðstoð sé notuð á hagkvæman hátt sem hvati til að fjármagna sjálfbæra þróun

Spár Þróunaraðstoðarnefndar OECD (DAC) gera ráð fyrir að hægja muni á fjárveitingum ‑ eða jafnvel dragi úr þeim ‑ í náinni framtíð. Hvernig getum við tryggt að takmarkaðar auðlindir okkar nýtist á hagkvæmari átt til að tryggja að fjármununum sé vel varið?

 • Löndin þurfa að standa við loforð sín um að veita 0,7% af þjóðarframleiðslu sinni til opinberrar þróunaraðstoðar. Um leið þurfa þau að tryggja að skuldbindingar þeirra séu framkvæmanlegar og jafnframt að sjá til þess að aðstoðin sé bæði ábyrgðarfull og gegnsæ.
 • Opinber þróunaraðstoð þarf að taka á víðtækari vandamálum varðandi sjálfbærni (svo sem fæðuöryggi í Afríku og neikvæðum áhrifum stórborgamyndunar í Asíu) og ná til fjölbreyttari hópa þróunarlanda; einnig þarf hún að nýta sér allar mögulegar fjármögnunarleiðir (svo sem styrki og áhættuábyrgðir).
 • Opinber þróunaraðstoð þarf að nýtast sem hvati til að efla þróun innan einkageirans og til að örva fjárfestingar og viðskipti sem geta dregið úr áhættunni sem fylgir starfsemi á sviði sjálfbærrar þróunar.
 • Þróunarfjármögnun þarf að stuðla að því að teknar séu upp vistvænar áætlanir með nýstárlegum leiðum. Þetta getur meðal annars verið verðlagning kolefnis, og þannig hvatt fyrirtæki til að draga úr kolefnislosun og um leið skapa nýja tekjustofna fyrir hið opinbera í þróunarlöndum til að efla þróunaráætlanir þeirra í tengslum við loftslagsáhrif.

Meðan þróunarsamfélagið vinnur að því að skilgreina verkefnin eftir árið 2015, þurfum við að endurmeta verðmæta þekkingu og reynslu og fella saman nothæfar hugmyndir og leiðir ‑ til dæmis þær sem settar eru fram í þessari skýrslu ‑ til að efla nýsköpun í hugmyndum, stofnunum, hegðun okkar og tækni.

© OECD

Þessi útdráttur er ekki opinber OECD þýðing.

Eftirprentun þessa útdráttar er leyfileg, að því tilskildu að getið sé höfundarréttar OECD og titils upprunalegu útgáfunnar.

Fjöltyngdir útdrættir eru þýdd ágrip af útgáfum OECD sem upphaflega voru gefnar út á ensku og frönsku.

Þeir eru fáanlegir án endurgjalds í netbókaverslun OECD www.oecd.org/bookshop

Hafið samband við Réttinda- og þýðingareiningu OECD, framkvæmdanefnd fjölmiðlunar og almannamálefna ef frekari upplýsinga er þörf hjá: [email protected] eða með faxi: +33 (0)1 45 24 99 30.

OECD Rights and Translation unit (PAC)
2 rue André-Pascal, 75116
Paris, France

Heimsækið vefsíðu okkar www.oecd.org/rights

OECD

Read the complete English version on OECD iLibrary!

© OECD (2012), Development Co-operation Report 2012, OECD Publishing.
doi: 10.1787/dcr-2012-en

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error