1887

OECD Multilingual Summaries

OECD-FAO Agricultural Outlook 2013

Summary in Icelandic

Cover
Read the full book on:
10.1787/agr_outlook-2013-en

OECD‑FAO horfur í landbúnaði 2013

Útdráttur á íslensku

Aukin eftirspurn er þróunarlöndum í hag: Í marga áratugi hefur landbúnaður heimsins einkennst af offramleiðslu af völdum stefnumótunar stjórnvalda í iðnvæddum löndum og stöðnun í vexti hjá þróunarlöndum. Endurbætur á stefnu og efnahagsvöxtur um allan heim hafa valdið breytingum á forsendum fyrir eftirspurn og framboði þannig að landbúnaður hefur tekið breytingum yfir í markaðsknúin kerfi sem gefur möguleika á fjárfestingum. Búist er við að þróunarlönd muni auka hlut sinn í hnattræni framleiðslu og ná til sína mestum hluta af vextinum í útflutningi.

Hægari vöxtur í framleiðslu: Heildar landbúnaðarframleiðsla á heimsvísu er talin munu aukast um 1,5% á ári að meðaltali í samanburði við 2,1% á síðasta áratug. Búist er við að þessi vöxtur komi fram í öllum uppskerugeirum og búfjárframleiðslu. Þessar horfur endurspegla aukinn kostnað, hömlur á auðlindum og aukið álag frá umhverfi sem búist er við að hamli framboði í flestum heimshlutum.

Dregið hefur úr hækkun matarverðs: Tengslin milli hrávöruverðs og þess sem neytendur greiða í raun fyrir matvæli eru venjulega ekki augljós. Þannig að jafnvel þótt hrávöruverð sé áfram hátt er ýmislegt sem bendir til þess að neysluverðshækkun sé í rénun. Þrátt fyrir þetta er það áhyggjuefni að fólk hafi efni á matvælum miðað við að kostnaður heimila vegna matar í mörgum þróunarlöndum er á bilinu 20‑50% eða meira af heildarútgjöldum þeirra.

Markaðirnir endurspegla skil efnahag heimsins: Enda þótt búvörumarkaðir séu tiltölulega ónæmir fyrir efnahagslegri lægð halda þeir þó áfram að endurspegla áhrif af tveggja‑hraða efnahag heimsins með hægfara bata í iðnríkjum og mikilli grósku í efnahag þróunarlanda. Hækkandi olíuverð er mikilvægur en óútreiknanlegur þáttur í verðspám. Lækandi Bandaríkjadalur mun líklega draga úr samkeppnishæfni annarra útflytjenda en auka kaupmátt margra innflytjenda.

Verð munu hækka á miðlungs löngum tíma: Hrávöruverð er hátt um þessar mundir í sögulegu samhengi. Til skamms tíma ætti verð á uppskeru lækka eftir því sem framleiðslan nær sér á strik en litlar birgðir halda verði á kjötvörum háu. Lengri tíma verð fyrir bæði uppskeru og búfjárafurðir munu sennilega hækka og kjöt, fisk og lífeldsneytisverð mun væntanlega hækka meira.

Verð eru áfram há þótt þau séu leiðrétt samkvæmt verðbólgu: Meðal raunverð fyrir tímabilið 2013‑22 er áætlað að verði umtalsvert hærri miðað við meðaltal áranna 2003‑12 varðandi flestar hrávörur sem fjallað er um í þessum Horfum. Þó verður meðal raunverð næsta áratuginn sennilegra lægra en hæstu toppgildin sem urðu á síðustu árum.

Neysla mun aukast: Neysla allra afurða sem fjallað er um í þessum Horfum mun aukast í þróunarlöndum en þó með minni hraða, af völdum aukins fólksfjölda, hærri tekna, flutnings til borga og breytts mataræðis. Neysla á mann mun væntanlega aukast mest í Austur‑Evrópu og Mið‑Asíu á eftir Suður‑Ameríku og öðrum Asíulöndum.

Viðskipti í landbúnaði mun halda áfram að aukast: Vaxandi hagkerfi munu ná til sín mestu af aukningunni í viðskiptum og mun þar muna mestu um flestar greinar útflutnings á grófkorni, hrísgrjónum, olíufræjum, jurtaolíu, sykri, nautakjöti, alifuglum og fiski. Hlutur OECD‑svæðisins í viðskiptunum mun halda áfram að minnka en það mun áfram vera helsti útflytjandi á hveiti, bómull, svína‑ og kindakjöti og flestum mjólkurafurðum.

Óvissa um horfur: Skortur á framleiðslu, óstöðugt verð og truflanir á viðskiptum eru áfram ógn við fæðuöryggi heimsins, einkum með tilliti til lítilla birgða. Miklir þurrkar eins og urðu árið 2012 í Bandaríkjunum og CIS löndunum til viðbótar við litlar birgðir gætu valdið um 15‑40% hækkunum á uppskeruverði. Orkuverð bætist við sem annar óvissuþáttur og getur haft áhrif bæði á lífeldsneytismarkaði og kostnað við notkun. Heimsviðskiptin eru enn næmari en framleiðslan fyrir breytileika í uppskeru og þjóðhagslegum áhrifavöldum.

Nánar fjallað um Kína: Í þessum Horfum verður sérstaklega fjallað um Kína sem hefur mjög ört vaxandi geira matvæla sem koma frá landbúnaði. Þar sem Kína stendur nú frammi fyrir hömlum á framleiðslu er landið líklegra til að flytja inn meira af matvælum sínum í framtíðinni en í heild er áætlað að landið geti verið sjálfsnægt varðandi helstu uppskeruafurðir til matar.

Talið er að neysluaukning í Kína muni fara nokkuð fram úr vöxt í framleiðslu sem nemur 0,3% á ársgrundvelli sem er svipað og horfurnar á síðasta áratug. Afleiðingin er sú að búast má við að frekari aukning, þó lítil sé muni verða í landbúnaðargeira Kína enda þótt þessar horfur séu mismunandi eftir hrávörum.

Kína hefur sett fæðuöryggi og sjálfsnægtir um hrísgrjón og hveiti sem forgangsatriði í stefnumótun. Landbúnaðarframleiðsla landsins jókst næstum fimmfalt á árunum milli 1978 og 2011. Þó hefur matvælaverð hækkað á síðustu árum og framleiðslan mun væntanlega dragast saman vegna aukinna hindrana vegna auðlinda og vinnuafls.

Aukið framboð á matvælum og hærri tekjur hafa stuðlað umtalsvert að bættu fæðuöryggi og fjöldi vannærðra hefur lækkað um næstum 100 milljón manns síðan árið 1990, þrátt fyrir að 200 milljónir hafi bæst við fólksfjölda landsins. Það er erfitt viðfangsefni að fækka þeim sem þjást af vannæringu.

Frá 2001 til 2012 jókst innflutningur og útflutningur Kína á landbúnaðarafurðum úr USD 27,9 milljörðum í USD 155,7 milljarða. Aukning á nauðsynlegum innflutningi jókst úr 6,2% í 12,9% og vöruskiptahalli Kína í landbúnaðarafurðum of matvælum var USD 31 milljarður árið 2012.

Helstu óvissuþættirnir varðandi Kína eru hvort sjálfbærni í hagvexti muni haldast á háu stigi, valda aukningu í hömlum vegna auðlinda á framleiðslu og möguleikanum á að breytileiki í framleiðslu muni aukast með sífellt ófyrirsjáanlegri loftslagsáhrifum.

Horfur í heildarframleiðslu hrávara fram til 2022

  • Kornvörur: Framleiðsla mun væntanlega aukast um 1,4% á ári og 57% af aukningunni kemur frá þróunarlöndum. Horfur eru á að Taíland verði leiðandi útflytjandi á hrísgrjónum en Víetnam komi í kjölfarið og væntanlega munu Bandaríkin halda áfram að vera leiðandi útflytjandi hveitis og grófkorna.
  • Olíufræ: Framleiðslan mun væntanlega aukast hraðar en á kornvörum. Pálmaolía ætti að vera stöðug með 34% hlut af heilarframleiðslu á jurtaolíu.
  • Sykur: Búist er við að framleiðslan aukist um næstum 2% og verða Brasilía og Indland helstu framleiðendurnir. Þróunarlöndin munu halda áfram að vera helstu neytendur sykurafurða.
  • Bómull: Manngerð vefnaðarvara mun fá sífellt meiri markaðshlutdeild. Bómullarframleiðsla á Indlandi er talin muni aukast um 25% og verður landið þannig helsti framleiðandi í heimi á því sviði.
  • Etanól: Framleiðsla mun aukast um næstum 70% og lífdísilolía aukast enn hraðar en frá smærri grunni. Á árinu 2022 er talið að lífeldsneyti muni nota 28% af heildarframleiðslu sykurreyrs í heiminum, 15% af jurtaolíu og 12% af grófkorni.
  • Kjöt: Þróunarlöndin eru talin munu sjá um 80% aukningar í heildarframleiðslu heimsins. Neysla kjöts á mann mun hægja á sér vegna þess að helstu sprotahagkerfi nálgaststig iðnríkja.
  • Mjólkurvörur: Þróunarlöndin munu væntanlega framleiða 74% af heildarframleiðsluaukningunni. Þó mun neysla í þróunarlöndunum aukast hraðar en framleiðslan með auknum útflutningi frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, Nýja‑Sjálandi,Ástralíu og Argentínu.
  • Fiskveiðar: Aukning í veiðum mun sennilega aðeins aukast um 5% en fiskirækt um 35%. Á árinu 2015 mun landbúnaður fara fram úr fiskveiðum sem helsta uppspretta fiskafurða til manneldis.

© OECD

Þessi útdráttur er ekki opinber OECD þýðing.

Eftirprentun þessa útdráttar er leyfileg, að því tilskildu að getið sé höfundarréttar OECD og titils upprunalegu útgáfunnar.

Fjöltyngdir útdrættir eru þýdd ágrip af útgáfum OECD sem upphaflega voru gefnar út á ensku og frönsku.

Þeir eru fáanlegir án endurgjalds í netbókaverslun OECD www.oecd.org/bookshop

Hafið samband við Réttinda- og þýðingareiningu OECD, framkvæmdanefnd fjölmiðlunar og almannamálefna ef frekari upplýsinga er þörf hjá: [email protected] eða með faxi: +33 (0)1 45 24 99 30.

OECD Rights and Translation unit (PAC)
2 rue André-Pascal, 75116
Paris, France

Heimsækið vefsíðu okkar www.oecd.org/rights

OECD

Read the complete English version on OECD iLibrary!

© OECD/FAO (2013), OECD-FAO Agricultural Outlook 2013, OECD Publishing.
doi: 10.1787/agr_outlook-2013-en

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error