1887

OECD Multilingual Summaries

Interconnected Economies. Benefiting from Global Value Chains

Summary in Icelandic

Cover
Read the full book on:
10.1787/9789264189560-en

Samtengd hagkerfi. Hagurinn af hnattværum virðiskeðjum

Útdráttur á íslensku

  • Nú á dögum skiptir meira máli fyrir vöxt og atvinnu "hvað þú gerir" (starfsemi fyrirtækis eða lands) heldur en "hvað þú selur" (hin endanlega afurð).
  • Hnattværar virðiskeðjur (global value chains, GVC) gera fyrirtækjum kleift að "vinna að" þeim hluta ferlisins sem þeim lætur best og nota til þess vörur og þjónustu frá milliliðum annars staðar frá án þess að þurfa að þróa upp heila iðngrein.
  • Útvistun og aflandsvistun efla samkeppnishæfni með því að veita aðgang að ódýrari, fjölþættari og betri aðföngum.
  • Aukin samtenging hagkerfa gefur færi á mikilvægum tækifærum en kallar einnig fram ný vandamál varðandi stefnumótun.

Samkeppnishæfni

  • Samkeppnishæfni innan hnattværra virðiskeðja kallar á að efla þá framleiðsluþætti sem eru "vandamál" og ekki líklegir til að flytjast milli landamæra. Þetta felur í sér fjárfestingar í mannauð, hæfni og innviðum af háum gæðaflokki og styrkir tengslin milli fyrirtækja og háskóla svo og aðra óformlega þekkingu. Gæði stofnana og stjórnarhátta eru einnig mikilvæg í sambandi við ákvarðanir fyrirtækja um fjárfestingar.
  • Lítil og meðalstór fyrirtæki (SME) leika stórt hlutverk á sérhæfðum sviðum hnattværra virðiskeðja og leggja sitt af mörkum til útflutnings stærri fyrirtækja.
  • Framleiðsla er kjarnastarfsemi í hnattværum virðiskeðjum, jafnvel þótt mikil virðissköpun felist nú í þjónustustarfsemi.
  • Eldri gerðir stefnumótunar til eflingar líta fram hjá hinu samtengda eðli framleiðsluferlisins í hnattværum virðiskeðjum og þörfinni á alþjóðlegri samkeppni og opnu aðgengi. Þær gerðir vekja upp hættuna á verndarstefnu en á hinn bóginn byggir árangur á alþjóðamörkuðum jafn mikið á getunni til að flytja inn hágæða aðföng eins og að geta flutt afurðir út.

Verslun

  • Í flestum hagkerfum endar um einn þriðji hluti innflutnings frá milliliðum sem útflutningur. Hjá hnattværum virðiskeðjum eru skattar á útflutning önnur gerð af þröskuldum í vegi fyrir útflutningi. Hindranir á útflutningi geta einnig haft áhrif á hagkvæma starfsemi hnattværra virðiskeðja og aukið kostnað. Neikvæð áhrif af viðskiptahömlum safnast upp þegar hlutir og efnisþættir fara mörgum sinnum yfir landamæri.
  • Aðgerðir til að auðvelda verslun, svo sem hagkvæm ferli hafna‑ og tollafgreiðslu gefa kost á að virðiskeðjur starfi hnökralaust. Samþætting á stöðlum og kröfum um vottun svo og gagnkvæmir samningar um viðurkenningu geta létt byrðarnar á útflutningsfyrirtækjum.
  • Þó niðurfelling tolla geti skapað ný viðskiptatækifæri þá þarfnast hnattværar virðiskeðjur hagkvæmrar þjónustu og möguleikans á að flytja fólk, fjármagn og tækni yfir landamæri.
  • Þjónusta telst vera um helmingur af virðisauka hjá hnattværum virðiskeðjum í mörgum OECD löndum og meira en 30% í Kína.

Fjárfestingar

  • Með hliðsjón af mikilvægi fjölþjóðafyrirtækja er það hagkvæm leið til að hjálpa landi að gerast aðili að hnattværum virðiskeðjum að draga úr hindrunum í vegi fyrir fjárfestingum. Með því að hindra hagkvæma starfsemi hnattværra virðiskeðja geta þröskuldar í vegi fyrir fjárfestingum yfir landamæri haft neikvæð áhrif á velferð bæði í heimalandinu og gistilandinu.
  • Kerfi sem byggir á þúsundum tvíhliða og svæðisbundinna fjárfestingarsamninga endurspeglar ekki nægilega vel hve samtengd hagkerfi innan hnattværra virðiskeðja raunverulega er.
  • Efling og auðveldun fjárfestinga þarf að beinast enn frekar að starfsemi innan hnattværra virðiskeðja heldur en að iðnstarfsemi. Hvað varðar stefnumótun er nauðsynlegt að viðurkenna að árangurinn byggist bæði á fjárfestingum inn á við og út á við.
  • Stór fjölþjóðafyrirtæki, meðal annars ríkisfyrirtæki (state‑owned enterprises, SOE) eru mikilvægir aðilar í hnattværum virðiskeðjum og vandamál í stefnumótun vakna við það, til dæmis um áhrif á samkeppni og markaði neðar í keðjunni.
  • Hnattværar virðiskeðjur stuðla að miðlun hugmynda um ábyrga hegðun í viðskiptum; nauðsynlegt er að viðskipti fari fram þannig að virðing sé borin fyrir mannréttindum og mannlegri reisn eins og mælt fyrir um í viðmiðunarreglum OECD fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki, svo og í stöðlum ILO og Sameinuðu þjóðanna.

Þróun

  • Með aðgengi að netkerfum, hnattværum mörkuðum, fjármagni, þekkingu og tækni getur aðlögun að hnattværum virðiskeðjum verið fyrsta skrefið í efnahagsþróun.
  • Þar sem hnattværar virðiskeðjur taka til athafna sem samið er um milli fjölþjóðafyrirtækja og óháðra birgja er mjög mikilvægt að hægt sé að fullnusta samninga. Lönd sem eru með heilbrigt dómskerfi eru líkleg til að flytja út meira á sviði flóknari iðnstarfsemi. Verkefni sem kalla á flóknari samninga er auðveldara að framkvæma í þeim löndum þar sem til staðar eru virkar stofnanir er halda utan um samningagerð.
  • Mörg lágtekjulönd eru útilokuð frá hnattværum virðiskeðjum vegna staðsetningar sinnar, skorts á náttúruauðlindum, vöntun á traustum innviðum eða viðskiptaumhverfi.

Aðlögun og áhættur

  • Alþjóðleg samkeppni í hnattværum virðiskeðjum mun fela í sér kostnað vegna aðlögunar þar sem sumar tegundir starfsemi eflast og öðrum fer aftur og þar sem starfsemi er flutt milli landa.
  • Stefnumótun þarf að taka tillit til aðlögunarferlisins gegnum vinnumarkaðinn og félagsmálastefnu svo og með fjárfestingu í menntun og hæfi. Uppbyggingarstefna stuðlar einnig að því að efla sveigjanleika og þar af leiðir að efnahagskerfi geti staðið betur af sér áföll í framtíðinni.
  • Aukin samtenging hagkerfa er ein uppspretta sveigjanleika. Hún getur einnig leitt til yfirfærsluáhrifa ef atvik í einum hluta hnattværra virðiskeðja berast gegnum allt kerfið.
  • Með tilliti til hinna víðtæku áhrifa hnattværra virðiskeðja á velferð verða stjórnvöld, fyrirtæki og aðrir hagsmunaaðilar að hafa sífellt í huga hlutverk sitt og ábyrgð með tilliti til stjórnunarhátta.

Helstu ráðleggingar

  • Efla þarf marghliða samvinnu og samræmingu til að viðhalda því andrúmslofti opinna og fyrirsjáanlegra alþjóðlegra fjárfestinga sem hefur stuðlað að fjárfestingum í hnattværum virðiskeðjum og að stuðla að samræmingu á stefnumótun einstakra landa og hnattværu eðli atvinnustarfsemi.
  • Halda þarf mörkuðum opnum og veita viðnám gegn þrýstingi frá verndarstefnum. Efla frelsi í viðskiptum, helst marghliða, til að efla sem mest tengingar ofar og neðar í keðjunni. Gera ráðstafanir til að auðvelda viðskipti meðal annars með WTO samningi.
  • Forðast hvatningastríð til að laða að verðmætari hluta hinnar hnattværu virðiskeðju.
  • Styðja lítil og meðalstór fyrirtæki sem efla þróun tengsla við alþjóðleg fyrirtæki, auka afhendingargetu þeirra og hæfileika til nýsköpunar og auðvelda að teknir séu upp vörustaðlar.
  • Fjárfesta í hæfi og þróaðri framleiðslutækni, meðal annars í hefðbundnum iðngreinum, í gegnum stefnumótun sem eflir netkerfi og samvinnu og stuðlar að því að festa kjarnaframleiðslu og virðisauka í sessi.
  • Styðja fjárfestingu opinberra aðila í þekkingarkostum í þróunarlöndum svo sem rannsóknum og þróun ásamt hönnun og styðja við þróun á mikilvægum efnahagslegum hæfnisþáttum, aðallega hæfi og stjórnun.
  • Endurbæta reglugerðir og leysa úr læðingi viðskipti og fjárfestingar í þjónustuatvinnuvegum til að auka samkeppni og þróa framleiðni og gæði þjónustu.
  • Draga úr hindrunum í vegi fyrir fjárfestingum til að hjálpa þróunarlöndum að gerast aðilar að hnattværum virðiskeðjum.
  • Styðja við vaxandi hagkerfi til að bæta viðskiptaumhverfi þeira og að efla hæfni þeirra til að taka þátt í alþjóðaviðskiptum.
  • Útvega stuðningsaðila við eflingu á afköstum gegnum hvata sem byggja á "aðstoð í skiptum fyrir viðskipti" til að aðstoða efnahagskerfi fátækustu þróunarlandanna.
  • Þó helsta ábyrgð fyrirtækja sé að takast á við hugsanlegar hættur þarf að hvetja til þess að fjöldi hagsmunaaðila sem telur ríkisstjórnir í sínum röðum taki að sér stuðning við upplýsingamiðlun og eflingu á afköstum.
  • Hefja frekara starf til að meta hlutverk fjárfestinga í hnattværum virðiskeðjum og áhrif hnattværra virðiskeðja á atvinnu, hæfi og tekjur.

© OECD

Þessi útdráttur er ekki opinber OECD þýðing.

Eftirprentun þessa útdráttar er leyfileg, að því tilskildu að getið sé höfundarréttar OECD og titils upprunalegu útgáfunnar.

Fjöltyngdir útdrættir eru þýdd ágrip af útgáfum OECD sem upphaflega voru gefnar út á ensku og frönsku.

Þeir eru fáanlegir án endurgjalds í netbókaverslun OECD www.oecd.org/bookshop

Hafið samband við Réttinda- og þýðingareiningu OECD, framkvæmdanefnd fjölmiðlunar og almannamálefna ef frekari upplýsinga er þörf hjá: [email protected] eða með faxi: +33 (0)1 45 24 99 30.

OECD Rights and Translation unit (PAC)
2 rue André-Pascal, 75116
Paris, France

Heimsækið vefsíðu okkar www.oecd.org/rights

OECD

Read the complete English version on OECD iLibrary!

© OECD (2013), Interconnected Economies. Benefiting from Global Value Chains, OECD Publishing.
doi: 10.1787/9789264189560-en

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error