1887

OECD Multilingual Summaries

Education Policy Outlook 2015

Making Reforms Happen

Summary in Icelandic

Cover
Read the full book on:
10.1787/9789264225442-en

Horfur í menntastefnu 2015

Umbótum komið í verk

Útdráttur á íslensku

Í OECD‑ríkjum er almennt veitt rúmlega 12% af opinberum útgjöldum til menntamála. Samt kemur fram í alþjóðlegum könnunum eins og OECD‑áætluninni um alþjóðlegt mat á nemendum (PISA) að umtalsverður mismunur er á því hvernig þessum fjármunum er varið og hvaða niðurstöður koma fram. Fyrsta útgáfan af horfum í menntamálum 2015: Að koma umbótum í verk miðar að því að aðstoða stefnumótandi aðila og aðra hagsmunaaðila á sviði menntamála að komast að því hvernig sambærilegir aðilar í öðrum löndum bregðast við algengum vandamálum, frá því að kenna margbreyttum hópum nemenda til að innleiða aðgerðir sem gera skólana ábyrga fyrir gæðum þeirrar menntunar sem þeir veita. Skýrslan inniheldur nákvæma úttekt á um 450 umbótum í menntamálum sem innleiddar voru í OECD‑ríkjum á árunum frá 2008 til 2014. Enda þótt þessar stefnur hafi verið þróaðar í tilteknu umhverfi geta þær verið hvatning fyrir stefnumótandi aðila sem leita árangursríkra leiða til að bæta eigin menntakerfi.

Horfur í stefnumótun á sviði menntamála

Næstum því einn af hverjum fimm 15‑ára nemendum í OECD‑ríkjunum öðlast ekki grunnfærni sem nauðsynleg er til að taka fullan þátt í nútímaþjóðfélagi. Um 16% af nýlegum umbótum beinast að því að tryggja gæði og jafnstöðu í menntun. Mörg lönd hafa sett stefnur í forgang sem styðja við nemendur sem eiga undir högg að sækja eða við skóla þar sem nemendahópurinn er mjög margbreyttur. Þar má nefna stuðning Nýja Sjálands við íbúa af stofni Maóría og Pasifíka, Pupil Premium (nemandinn fyrst) á Englandi og lög um forgangsraðaðan stuðning í Síle. Jafnframt hafa Ástralía og Pólland beint kröftum sínum að því að auka innritun í forskólamenntun og bæta gæði hennar.

Um það bil 29% af aðgerðum til umbóta sem fjallað var um í skýrslunni stefna að því að undirbúa nemendur betur fyrir framtíðina. Í þessu augnamiði hafa mörg lönd beint athygli sinni að endurbótum á gæðum og mikilvægi starfsmenntunar og þjálfunar (VET) eða auka við starfsþjálfun og lærlingakerfi sitt. Portúgal hefur innleitt umfangsmikla áætlun á sviði starfsmenntunar og þjálfunar og Danmörk og Svíþjóð hafa gert umbætur á starfsmenntunar‑ og þjálfunarverkefnum sínum. Mörg lönd hafa einnig innleitt stefnur til að tryggja að nemendur geti fundið sér starf eða innritað sig í framhaldsmenntun. Innlendir rammar um menntun og hæfi hafa einnig verið endurskoðaðir, iðulega í samstarfi við Evrópusambandið, til að auka gegnsæi innan menntakerfa.

Ýmis lönd hafa einnig beint sjónum sínum að endurbótum á skólum (24% af umbótaaðgerðum sem fjallað er um í þessari skýrslu taka á þessu viðfangsefni) með það markmið að þróa jákvætt námsumhverfi og laða að hæft starfsfólk og halda í það. Stefnur sem varða kennara hafa haft forgang: Ástralía setti upp Australian Institute for Teaching and School Leadership (Stofnun fyrir kennslu og skólastjórnun Ástralíu) og Holland þróaði kennaramenntun. Frakkland og Bandaríkin einbeittu sér að endurbótum á grunnmenntun kennara en Finnland innleiddi aðgerðir til að mynda kerfi faglegrar þróunar fyrir starfsfólk í skólum. Sum Norðurlöndin og Japan gerðu endurbætur á námsskrám sínum.

Til að leiðbeina sér við umbótastarf sitt treysta skólakerfi á úttektir og mat. Um 12% þeirra stefnumótandi atriða sem fjallað er um beindust að þessum þætti menntunar. Síle og Mexíkó, til dæmis, efldu matsstofnanir sínar. Með VALES verkefni sínu hefur Ítalía innleitt stefnur til að þróa tæki og aðferðir sem styðja við innra og ytra mat skóla.

Ef gengið er út frá því að stjórnun menntakerfa verði sífellt flóknari (9% af umbótum í þessu gagnasafni fjalla um stjórnunaratriði) þá hafa sum lönd sett saman yfirgripsmikla framtíðarsýn fyrir menntakerfi sín (umbætur á Folkeskole í Danmörku og stefnur og forgangsröðun sem er almennt samþykkt innanlands í Kanada) eða hafa þróað hlutverk og ábyrgð, annað hvort með því að móta nýjar stofnanir eða endurskipuleggja stjórnunarhætti á sveitarstjórnarsviði (Eistland). Umbætur í fjármögnun (11% af öllum umbótaaðgerðum sem fjallað er um í skýrslunni) hafa verið víðtækar á stjórnvaldsstigi („Race to the Top“ í Bandaríkjunum og „Investing in the Future“ í Þýskalandi), innan stofnana („Dignified schools“ áætlunin í Mexíkó og umbætur í Belgíu í fjármögnun skóla) og á sviði einstakra nemenda (Nýja Sjáland).

Árangursrík innleiðing stefnumótunar

Umbætur á menntakerfi geta aðeins skilað árangri ef stefnurnar eru innleiddar á viðeigandi hátt. Með þessu er átt við að til þess að efla umbætur á úttektum og mati þarf samfelldur rammi að vera til staðar sem hefur nægilega getu til að framkvæma og túlka úttektir á öllum stigum menntakerfisins. Til þess að áætlanir um nýsköpun í námsumhverfinu verði innleidd á árangursríkan hátt þurfa þær að takast beint á við sérstök vandamál í kennslu og námi. Og til að bæta menntun sem skólarnir veita þurfa stefnur að beinast að því að breyta framkvæmd í kennslustofunni, að finna jafnvægi milli ytri þrýstings og stuðnings og þróa langtímamarkmið og fylgja þeim eftir.

Frá almennara sjónarmiði sýnir greiningin á þeim aðgerðum til umbóta sem valdar voru fram á að áhrifamestu stefnurnar eru þær sem eru hannaðar með tilliti til nemendanna og námsins, eflingar á hæfni kennara og þátttöku allra hagsmunaaðila. Í flestum OECD‑ríkjum hafa kennarasamtök og samtök atvinnulífsins einkum tekið sífellt meiri þátt í innleiðingu stefnumótunar. Kennarasamtök kalla á skipulegri umræðu við ríkisstjórnir en samtök í atvinnulífinu hafa einkum áhuga á að koma á nánara sambandi við menntakerfi.

Einnig er mikilvægt að greiningin sýnir fram á að þegar nýjar stefnur hafa verið innleiddar er lítið um eftirfylgni. Aðeins 10% af þeim stefnum sem fjallað er um í þessu gagnasafni hafa verið metnar með tilliti til áhrifa þeirra. Mælingar á áhrifum stefnumótunar á skipulegri og samræmdari hætti er ekki aðeins hagkvæmar aðgerðir með tilliti til kostnaðar heldur eru þær óhjákvæmilegar til þess að þróa valkosti í stefnumótun sem eru hentugastir, hagkvæmastir og skila mestum árangri.

© OECD

Þessi útdráttur er ekki opinber OECD þýðing.

Eftirprentun þessa útdráttar er leyfileg, að því tilskildu að getið sé höfundarréttar OECD og titils upprunalegu útgáfunnar.

Fjöltyngdir útdrættir eru þýdd ágrip af útgáfum OECD sem upphaflega voru gefnar út á ensku og frönsku.

Þeir eru fáanlegir án endurgjalds í netbókaverslun OECD www.oecd.org/bookshop

Hafið samband við Réttinda- og þýðingareiningu OECD, framkvæmdanefnd fjölmiðlunar og almannamálefna ef frekari upplýsinga er þörf hjá: [email protected] eða með faxi: +33 (0)1 45 24 99 30.

OECD Rights and Translation unit (PAC)
2 rue André-Pascal, 75116
Paris, France

Heimsækið vefsíðu okkar www.oecd.org/rights

OECD

Read the complete English version on OECD iLibrary!

© OECD (2015), Education Policy Outlook 2015: Making Reforms Happen, OECD Publishing.
doi: 10.1787/9789264225442-en

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error