1887

OECD Multilingual Summaries

OECD Pensions Outlook 2014

Summary in Icelandic

Cover
Read the full book on:
10.1787/9789264222687-en

Horfur í lífeyrismálum OECD 2014

Útdráttur á íslensku

Í þessari útgáfu af OECD horfum OECD í lífeyrismálum er farið yfir hvernig lífeyriskerfi eru að bregðast við þeim vandamálum sem þau standa frammi fyrir. Öldrun íbúanna og erfitt efnahagsumhverfi sem einkennist af lágri ávöxtun, hægum vexti og lágu vaxtastigi skapa alvarleg vandamál til úrlausnar fyrir lífeyriskerfi og hafa áhrif jafnt á lífeyri sem er greiddur í gengumstreymi (pay‑as‑you‑go, PAYG) eða af lífeyrissjóðum.

Aukin framlög og greiðslur til lengri tíma taka að hluta á því vandamáli sem öldrun íbúanna veldur lífeyriskerfum

Afleiðingin af öldrun íbúanna og einkum sífellt betri lífslíkum þeirra er að lífeyrissjóðir með gegnumstreymiskerfi eiga í vandamálum með sjálfbærni, fastréttindasjóðir þurfa að tryggja áframhaldandi greiðslugetu sína og fastgreiðslusjóðir þurfa að kanna leiðir til að tryggja að einstaklingar hafi nægilegar tekjur á eftirlaunaaldri. Besta leiðin til að takast á við þessi vandamál er að greiða meira og í lengri tíma, einkum með því að fresta efirlaunatöku eftir því sem lífslíkur aukast.

Lífeyrissjóðir og lífeyrisveitendur eru í hættu vegna þess hve háar lífslíkur eru vegna óvissunnar um endurbætur til framtíðar á lífslíkum og áætluðum líftíma. Til að takast á við hættuna á ófyrirséðri aukningu bóta þurfa eftirlitsaðilar og stefnumótandi yfirvöld að tryggja að lífeyrissjóðir og lífeyrisgreiðendur noti töflur um lífslíkur sem eru uppfærðar reglulega sem gefa til kynna batnandi ástand til framtíðar á lífslíkum og áætluðum líftíma. Eftirlitsramminn gæti einnig stuðlað að því að tryggja að fjármagnsmarkaðir bjóði upp á viðbótarfjármagn til að draga úr áhættunni vegna langlífis með því að sinna þörfinni fyrir gagnsæi, stöðlun og greiðsluhæfi. Vísitölutengdir fjármálagerningar og útgáfa langlífisvísitölu sem viðmiðanir um verð og áhættumat vegna áhættuvarnar gegn langlífi gætu komið að góðum notum í þessu tilliti. Ennfremur ætti eftirlitsramminn að viðurkenna með hvaða hætti þessir tæki geta dregið úr áhættu.

Ríki herða á endurbótum á eftirlaunakerfinu bæði til þess að koma stöðugleika á ósjálfbærar skuldir hins opinbera og opinber útgjöld vegna lífeyris f og um leið takast á við vandamál er varða fullnægjandi þjónustu í samfélögum sem eru að eldast.

Flest lönd hafa verið virk í að breyta eftirlaunakerfum sínum frá febrúar 2012 til september 2014. Í flestum ríkjum voru innleiddar breytingar til að bæta fjárhagslega sjálfbærni lífeyrissjóðakerfanna; sum þeirra hafa gert það og um leið viðhaldið eða gert endurbætur á eftirlaunatekjum sem duga fyrir hópa sem eiga undir högg að sækja. Einungis örfá lönd – þau sem urðu hvað verst úti í fjármálakreppunni – gripu til þess ráðs að skera niður bætur með beinum hætti. Fleiri ríki hækkuðu skatta á eftirlaunatekjur eða framlög í almenn kerfi skilgreindra réttinda en víða var gripið til þess að daga úr eða fresta greiðslum á vaxtabótum á ellilífeyri til þess að draga úr kostnaði.

Mörg ríki hafa skipulagt hækkun á lögboðnum eftirlaunaaldri og þannig aukið framlagsgruninn en um leið verndað greiðslugetu til handa þeim sem í reynd eru lengur við störf. Vinnuhvetjandi aðgerðir hafa verið efldar með því að gera það erfiðara að taka eftirlaun snemma og/eða efla fjárhagslega hvatningu til að vinna. Nokkuð algengt er að gripið hafi verið til aðgerða til að draga úr kostnaði við starfsemi eftirlaunasjóða til að auka skilvirkni þeirra.

Til þess að takast á við vandann vegna fullnægjandi tekna hafa sum lönd aukið skyldubundnar eftirlaunagreiðslur til hópa sem áður voru útilokaðir, (svo sem til sjálfstætt starfandi starfsmanna) og í öðrum löndum hafa verið innleiddar nýjar bætur. Allmörg lönd hafa aukið skyldubundnar greiðslur í fjármagnaða fastgreiðslusjóði. Einnig hefur stefnumótun til að auka fjölbreytni og tryggja séreignasparnað verið algeng aðgerð í kjölfarið á fjármálakreppunni.

Til samans myndi hækkun á þekjuhlutfalli, framlögum, raunverulegum eftirlaunaaldri og hagstætt efnahagsumhverfi að auki efla viðbótarhlutverk einkarekinna lífeyrissjóða.

Einkareknir lífeyrissjóðir eiga mikilvægu hlutverki að gegna við að stuðla að því að eftirlaunatekjur séu fullnægjandi. Samt eru þeir ekki aðaluppistaðan í eftirlaunatekjum en undantekningin þar eru lífeyrissjóðir hátekjufólks. Yngri kynslóðir eru sennilega líklegri en þær eldri til að treysta á einkarekna lífeyrissjóði við töku eftirlauna nema í þeim löndum þar sem einkareknir lífeyrissjóðir hafa verið til staðar í langan tíma.

Valkostir við stefnumótun um að auka stuðningshlutverk einkarekinna lífeyrissjóða eru að hækka greiðsluupphæðir til dæmis með skyldubundinni eða sjálfkrafa aðild; að hvetja fólk til að leggja meira af mörkum í lengri tíma, til dæmis með því að fresta eftirlaunatöku; að beina athyglinni að undirhópum þjóðfélagsins sem þarfnast betra aðgengis að einkareknum lífeyrissjóðum og endurbæta samsvörun milli opinberra og einkarekinna lífeyrissjóða. Jákvætt efnahagsumhverfi með hærri tekjur af eignum og aukna framleiðni myndi einnig koma að góðum notum.

Árangur sjálfkrafa þáttökukerfa til að auka framlög frá einkareknum lífeyrissjóðum er háður því hvernig þeir eru uppbyggðir, þeim samskipta‑ og upplýsingaherferðum sem fylgja innleiðingu þeirra og hvernig samskiptum við núverandi hvatningarkerfi er háttað.

Gögn sem eru fáanleg frá sex OECD‑ríkjum sýna að sjálfvirk þátttaka hefur jákvæð áhrif á þekjustig eftirlaunagreiðslna. Þó er ekki hægt að segja að þekja þeirra sé sambærileg við það sem fyrirfinnst í skyldubundnum kerfum. Helstu þættirnir í samræmdri áætlun um stefnumótun um sjálfvirk þátttökukerfi til að auka þekju eftirlaunagreiðslna með árangursríkum hætti eru meðal annars að skilgreina hvaða undirhópar íbúanna þurfa á auknum greiðslum úr einkareknum lífeyrissjóðum að halda; tryggja að hömlur gegn sjálfvirkri þátttöku (t.d. aldur eða tekjustig) komi ekki í veg fyrir að fólk greiði framlög snemma og einstaklingar sem gætu notið góðs af einkalífeyrissjóðum til viðbótar séu ekki útilokaðir; að skilgreina sjálfgefin framlög í samræmi við eftilaunakerfið í heild; meta vandlega hve vel kerfið samræmist annars konar hvatningu og að þróa virkar samskipta‑ og upplýsingaherferðir til að fylgja eftir gangsetningu og innleiðingu þess. Vinnuveitendur hafa iðulega nauðsynlegu hlutverki að gegna við að hafa umsjón með sjálfvirkri þátttöku en geta orðið fyrir umtalsverðum kostnaði vegna þáttöku í viðbót við þau framlög sem greidd eru. Kostnaður fyrir ríkið er aðallega í formi niðurgreiðslna og mótframlaga.

Yfirlýsingar um eftirlaun og innlendar upplýsingaherferðir um eftirlaun eru helstu verkfærin til þess að eftirlaunakerfi geti tekist á við þau vandamál sem við þeim blasa.

Útsendingarseðlar einstaklinga um eftirlaun ættu að veita skýrar og einfaldaðar upplýsingar. Ef vel á að vera ættu þær að sameina upplýsingar frá öllum innlendum eftirlaunaveitum sem varða einstaklinginn. Þeir sem skipuleggja útsendingarseðla um eftirlaun ættu að setja skýr og mælanleg markmið. Útsendingarseðillinn um eftirlaun ætti að miðast að því að efla þátttöku og hvetja einstaklinga til að grípa til raunhæfra aðgerða til að bæta það að eftirlaunagreiðslur séu fullnægjandi, til dæmis með því að auka framlög og/eða fresta töku eftirlauna. Stefnumótandi aðilar þurfa að meta hvort útsendingarseðillinn um eftirlaun ætti að innihalda spár um efirlaun að teknu tilliti til málamiðlana milli einfaldleika og hugsanlegra áhrifa sem spár geta haft á að hvetja til virkrar ákvarðanatöku.

Best væri ef upplýsingaherferðir um eftirlaun séu hluti af innlendri heildaráætlun og meiri háttar atviki svo sem endurbætur á eftirlaunakerfi kalla á sérstakar upplýsingaherferðir um eftirlaun. Upplýsingaherferðir um eftirlaun sem ná árangri eru knúnar áfram af skýrum, raunhæfum og vel‑skilgreindum markmiðum sem leiða til niðurstaðna sem hægt er að mæla, meta og hafa eftirlit með varðandi stefnumið þeirra og ferli. Því er traust matsferli mjög af hinu góða. Mat þarf að leika undirstöðuhlutverk í kostnaðaráætlun kynningarherferðarinnar, jafnvel þar sem sjóðir eru takmarkaðir. Upplýsingaherferðir um eftirlaun ættu að forðast að senda margs konar skilaboð og ættu að beina athyglinni að hópum sem erfiðara er að ná til. Að lokum þurfa stefnumótandi aðilar að finna leiðir til að virkja afl fjölmiðlanna, hagnýta sér nýstárlega samskiptamiðla og þróa áætlanir til að ná að efla þátttöku sem flestra.

© OECD

Þessi útdráttur er ekki opinber OECD þýðing.

Eftirprentun þessa útdráttar er leyfileg, að því tilskildu að getið sé höfundarréttar OECD og titils upprunalegu útgáfunnar.

Fjöltyngdir útdrættir eru þýdd ágrip af útgáfum OECD sem upphaflega voru gefnar út á ensku og frönsku.

Þeir eru fáanlegir án endurgjalds í netbókaverslun OECD www.oecd.org/bookshop

Hafið samband við Réttinda- og þýðingareiningu OECD, framkvæmdanefnd fjölmiðlunar og almannamálefna ef frekari upplýsinga er þörf hjá: [email protected] eða með faxi: +33 (0)1 45 24 99 30.

OECD Rights and Translation unit (PAC)
2 rue André-Pascal, 75116
Paris, France

Heimsækið vefsíðu okkar www.oecd.org/rights

OECD

Read the complete English version on OECD iLibrary!

© OECD (2014), OECD Pensions Outlook 2014, OECD Publishing.
doi: 10.1787/9789264222687-en

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error