1887

OECD Multilingual Summaries

Aligning Policies for a Low-carbon Economy

Summary in Icelandic

Cover
Read the full book on:
10.1787/9789264233294-en

Samræming stefnumiða í átt að lágkoltvísýringshagkerfis

Útdráttur á íslensku

Að takast á við veðurfarsbreytingar kallar á brýna stefnumótun til þess að keyra áfram umfangsmeiri breytingar á grunnvirkjum heimsins en dæmi eru til um. Sífellt fleiri lönd eru að marka grundvallarstefnu um loftslag: verðlagningu kolefnislosunar og markaðstæki, inngrip eftirlitsaðila og markvissan stuðning við nýsköpun á sviði sjálfbærrar lágkolvetnistækni. En losun gróðurhúsalofttegunda hefur vaxið hratt og er enn of mikil til þess að koma í veg fyrir alvarleg og óafturkræf áhrif loftslagsbreytinga.

Fjölmargar hindranir standa í vegi fyrir árangursríkri stefnumótun um loftslag. Meðal þeirra er mikilvægust sú staðreynd að núverandi pólitískur rammi og efnahagslegir hagsmunir miðast enn við notkun jarðefnaeldsneytis og kolefnisfreka starfsemi, enda hafa kol, jarðolía og gas knúið efnahagsþróun um aldir. Hvort sem það er með vilja eða ekki, veldur þessi staða misræmi milli gildandi stefnumiða og loftslagsmarkmiða og kemur í veg fyrir fjárfestingar í lágkolaefnakostum og stýrðri neyslu.

Í þessari skýrslu er sett fram fyrsta víðtæka greiningin á misræmi við loftslagsmarkmið á sviðum sem skipta sköpum í umbreytingunni yfir í lágkolefnahagkerfi. Bent er á ýmiss konar misræmi á sviðum á borð við fjármálastarfsemi, skattlagningu, viðskiptastefnu, nýsköpun og aðlögun og svo á þremur sérstökum sviðum: raforku, þéttbýlissamgöngum og landnotkun.

Fyrir utan að greiða fyrir loftslagsaðgerðum geta þessi stefnumið um lágkolefnahagkerfi stuðlað að víðtækari áætlun um úrbætur sem miða að því að koma á grænna og álagsþolnara hagkerfi, efnahagsvexti sem gagnast öllum, þ.m.t. framsæknari skattastefnu, fjárfestingum í innvirkjum sem stuðla að efnahagsvexti og orku‑ og samgöngukerfum sem stuðla að hreinna andrúmslofi, betra heilsufari og fjölbreyttari orkugjöfum.

Betri samræming stefnumiða, betra loftslag, betri efnahagsvöxtur

Efla sjálfbæra fjárfestingu og fjármögnun lágkolefnastefnu Fyrir liggja brýn og fordæmalaus tækifæri til þess að tryggja að nýfjárfestingar í innvirkjum styðji við loftslagsmarkmið og stuðli jafnframt að efnahagsþróun. Viðbótarkostnaður til skamms tíma af því að draga úr kolefnanotkum væri einungis brot af því fjármagni sem þarf hvort eð er til að þróa innvirki. Enginn skortur er á fjármagni, en það þarf að virkja nýjar fjármagnslindir. Fjárhagslegur stöðugleiki er forsenda hvers kyns fjárfestinga, þ.m.t. í lágkolefnaverkefni. Hins vegar gætu reglur á fjármálamarkaði óvart sett skorður við framboði á fjármögnun til langs tíma. Ef tekist væri á við möguleg áhrif núgildandi reglna á fjármagnsmarkaði gæti hugsanlega losnað um fé til fjárfestingar í lágkolvetnainnvirkjum. Opinber fjármál og fjárfestingar gætu einnig verið hvati í umreytingunni yfir í lágkolvetnahagkerfi ef stjórnvöld endurskoða stuðning sinn við fjárfestingar í starfsemi sem veldur losun gróðurhúsalofttegunda og flétta loftslagsmarkmið inn í opinber innkaup og opinberan stuðning við þróun.

Lítum á skattlagningu og ekki aðeins í orkumálum Niðurgreiðslur og skattaútgjöld sem ívilna framleiðslu og notkun jarðefnaeldsneytis hægja á nýsköpun á lágkolefnasviðinu en engu að síður gæti lágt olíuverð einnig gefið tækifæri til úrbóta. Gefa þarf meiri gaum að öðrum sköttum og skattalagaákvæðum (t.d. fasteignasköttum og ýmsum tekjusköttum fyrirtæja), þar sem þau kunna að hvetja til vals á kostum sem hafa í för með sér mikla losun kolefna. T.d. stuðlar skattaleg meðferð fyrirtækisbifreiða að aukinni losun koltvísýrings í mörgum löndum OECD. Stjórnvöld þurfa einnig að sjá fyrir áhrifin af umbreytingunni yfir í lágkolefnakerfi á skatttekjur.

Örva nýsköpun á lágkolefnasviðinu með stórvirkum aðgerðum Skýr og trúverðug skuldbinding stjórnvalda um metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum væri mikilvæg hvatning til nýsköpunar á lágkolefnasviði. Umbreyting yfir í lágkolefnahagkerfi gæti keyrt áfram uppgang í nýsköpun og stofnun nýrra fyrirtækja – og gerir það nú þegar í sumum tilvikum – og tilsvarandi breytingu á verkþekkingu og vinnuafli. Nýsköpun sem stuðlar að umbreytingu yfir í lágkolefnahagkerfi snýst um að koma á fót nýjum fyrirtækjum, endurskipulagningu eða úreldingu eldri fyrirtækja, tilurð nýrrar tækni og viðskiptalíkana og viðeigandi stuðningskerfi fyrir nýsköpun sem tekin yrði upp á breiðum grunni. Það kallar á að tekið sé á hugsanlegum skorti á verkþekkingu með átaki í menntamálum, þjálfun og vinnumarkaðsstefnu.

Hvetja til alþjóðlegra viðskipta og ákvarðanatöku heima fyrir sem gagnast loftslaginu Fyrirkomulag alþjóðaviðskipta kemur í sjálfu sér ekki í veg fyrir að stjórnvöld fylgi metnaðarfullri stefnu í loftslagsmálum, en sumar viðskiptahindrandir geta grafið undan loftslagsmarkmiðum. Til að mynda refsa innflutningstollar enn fyrir viðskipti með suma tækni sem þarf til umbreytingar yfir í lágkolvetnahagkerfi. Samningur um umhverfisvörur, sem viðræður standa nú yfir um, mundi m.a. hjálpa til að lækka kostnaðinn af því að draga úr loftslagsáhrifum. Mörg lönd sem eru að vinna að grænni hagvexti með því að ívilna innlendum framleiðendum þurfa að gæta að sér. Ef slíkar ívilnanir hamla gegn alþjóðaviðskiptum gætu þær grafið undan heildarfjárfestingunni og innleiðingu sjálfbærrar tækni.

Afkolun rafmagns Rafmagn er lykillinn að árangursríkri afkolun orkukerfa. Hins vegar leiðir aukið frjálsræði á rafmagnsmarkaði ekki til þeirra verðteikna sem þörf er á til þess að fjárfestingar aukist í lágkolatækni, þar sem stofnkostnaður er hár. Til að tryggja samkeppnishæfa og tímanlega fjárfestingu í lágkolalausnum þarf nýtt fyrirkomulag á markaði, svo sem langtímasamninga um rafmagnssölu og stöðugt og myndarlegt CO2 verðteikn. Á svæðum þar sem fyrirhugað er að aflétta reglum og auka samkeppni þarf að taka upp markaðsfyrirkomulag sem hvetur til fjárfestingar í lágkolatækni fremur en að letja til slíkra fjárfestinga.

Velja sjálfbærar þéttbýlissamgöngur Núverandi samgöngukerfi, sem byggja að verulegu leyti á jarðefnaeldsneyti, valda verulegum umhverfiskostnaði (loftslagsbreytingum, hávaða, loftmengun), einkum í þéttbýli. Þörf er á stefnumörkun til þess að bæta orkunýtingu og draga úr kolefnisbruna í samgöngum. Í mörgum borgum er landnotkun og skipulagning samgangna illa samhæfð og hvetur til aukinnar notkunar einkabifreiða. Ef stefnumörkun væri samræmd á milli stjórnstiga og hagsmunaaðila væri það stórt skref í átt til minni kolefnisnotkunar í samgöngum. Einnig mætti endurskoða áætlanir og löggjöf í því skyni að veita sveitarstjórnum meira fjárhagslegt og pólitískt svigrúm til að velja lágkolalausnir.

Auka hvatningu til sjálfbærrar landnýtingar Sjálfbær landnotkun – minni skógeyðing, endurheimt spilltra landsvæða, notkun lágkolaræktunaraðferða, aukin kolefnisbinding í jarðvegi og skógum – getur dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og jafnframt mætt aukinni þörf fyrir matvörum. Slík landnotkun gæti einnig búið hagkerfi okkar betur undir undir breytt loftslag með því að vernda vistkerfi. Það kallar á samræmda nálgun sem ryður burt múrum milli verndaraðgerða, aðlögunar, landbúnaðar, fæðuöryggis, skógarnytja og umhverfisstefnu. Nánar tiltekið gætu þjóðir heims hert aðgerðir sínar til þess að aflétta skaðlegum niðurgreiðslum til landbúnaðar, verðleggja vistkerfisþjónustu, vernda skóga og lágmarka sóun á matvælum.

Gangsetning umbreytingarinnar til lágkolahagkerfis

Stefnumörkun um loftslagsmál getur skilað betri árangri ef öll ráðuneyti greina mikilvægar misfellur, hvert í sínum málaflokkum, sem standa í vegi fyrir umbreytingunni yfir í lágkolahagkerfi. Metnaðarfull aðgerðaáætlun um loftslagsmál kallar því á nýja nálgun að stefnumörkun á öllum stjórnstigum.

Ef litið er út fyrir landamæri gæti bætt samræming stefnumiða milli landa einnig aukið skilvirkni og dregið úr áhyggjum af hugsanlegri samkeppnisröskun. Alþjóðlegur samningur um minnkun gróðurhúsalofttegunda mundi gefa sterka vísbendingu í þessa átt.

© OECD

Þessi útdráttur er ekki opinber OECD þýðing.

Eftirprentun þessa útdráttar er leyfileg, að því tilskildu að getið sé höfundarréttar OECD og titils upprunalegu útgáfunnar.

Fjöltyngdir útdrættir eru þýdd ágrip af útgáfum OECD sem upphaflega voru gefnar út á ensku og frönsku.

Þeir eru fáanlegir án endurgjalds í netbókaverslun OECD www.oecd.org/bookshop

Hafið samband við Réttinda- og þýðingareiningu OECD, framkvæmdanefnd fjölmiðlunar og almannamálefna ef frekari upplýsinga er þörf hjá: [email protected] eða með faxi: +33 (0)1 45 24 99 30.

OECD Rights and Translation unit (PAC)
2 rue André-Pascal, 75116
Paris, France

Heimsækið vefsíðu okkar www.oecd.org/rights

OECD

Read the complete English version on OECD iLibrary!

© OECD/IEA/NEA/ITF (2015), Aligning Policies for a Low-carbon Economy, OECD Publishing.
doi: 10.1787/9789264233294-en

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error