1887

OECD Multilingual Summaries

OECD Regional Outlook 2016

Productive Regions for Inclusive Societies

Summary in Icelandic

Cover
Read the full book on:
10.1787/9789264260245-en

Horfur í byggðamálum innan OECD 2016

Arðbærar byggðir og samfélög þar sem allir eru með

Útdráttur á íslensku

Byggðir skipta máli þegar leitast er við að byggja upp arðbær hagkerfi og samfélög fyrir alla. Í þessari þriðju útgáfu OECD á Horfum í byggðamálum kemur fram að þótt munurinn á landsframleiðslu á mann milli landa innan OECD hafi minnkað á tveimur seinustu áratugum er í einstökum löndum að verða vart við vaxandi tekjumun innan landamæra, milli byggða, borga og fólks. Leiðandi byggðir og borgir standa nú frekar í samkeppni við jafningja á alþjóðavísu en við aðra í eigin landi. Alltaf verður eitthvað bil milli byggða en þær byggðir sem eru að dragast aftur úr hafa tækifæri til þess að „vinna upp forskotið“ að því er varðar félagslega og efnahagslega þróun. Með því að hjálpa til með eldsneyti á vélina sem keyrir áfram viðleitnina til þess að vinna upp forskot geta lönd notið þess tvöfalda ávinnings sem felst í aukinni samanlagðri framleiðni og bættum hag allra í samfélaginu.

Þótt meiri hluti íbúa OECD landa búi á þéttbýlissvæðum geta bæði nágrannabyggðir og afskekktar byggðir utan þéttbýlis stuðlað að þjóðarvelgegni, og það gera þær. Í þessari útgáfu Horfanna er athygli beint sérstaklega að þessum strjálbýlissvæðum og varpað ljósi á það hvernig lönd þurfa að endurhugsa byggðaþróun í dreifbýli til þess að nýta betur möguleikana til aukinnar arðsemi á öllum dreifbýlissvæðum.

Borgir, byggðir og innlend stefnumótun sem beinist að einstökum stöðum hafa einnig mikilvægu hlutverki að gegna til þess að ná metnaðarfullum markmiðum um sjálfbæra þróun og markmiðum Parísarsamkomulagsins, sem samþykkt var á 21. ráðstefnu aðildarríkjanna (COP 21), og Habitat III, svo eitthvað sé nefnt. Aukin þátttaka byggða og borga leiðir til þess að íbúar þar hafa meira að segja um þessar og aðrar alþjóðlegar áætlanir. Að setja staðbundin markmið og mæla árangur eykur vitund, stuðlar að því að lausnir verði aðlagaðar að staðarháttum og tryggir að engin borg eða byggð er skilin eftir.

Helstu niðurstöður

 • Meðalframleiðnibilið milli byggða hefur breikkað á síðustu tveimur áratugum eftir því sem forystubyggðirnar auka forskot sitt Meðaltalsbilið milli vergrar landsframleiðslu á á hvert starf milli þeirra 10% byggða sem fremst standa og þeirra 75% byggða sem lakast standa í löndum OECD hefur aukist um nærri 60%, úr 15.200 í 24.000 bandaríkjadali. Það þýðir að einn af hverjum fjórum sem búa í löndum OECD býr í byggð sem er að dragast aftur úr háframleiðnibyggðunum í landi þeirra.
 • Vandkvæðin við að vinna upp forskot stafar að hluta af mismunandi mynstrum innan einstakra landa, sem sýna að háframleiðnibyggðir geta ýtt undir framfarir alls staðar í efnahagslífinu en gera það ekki alltaf Um þrír fjórðu hlutar byggða þar sem framleiðni er mikil eru þéttbýli, en af þeim byggðum sem eru að vinna upp forskot eru aðeins fjórðungur þéttbýli. Miðað við núverandi vaxtarstig mundu þær byggðir þar sem framleiðni er mikil og hinar sem eru að draga þær uppi ekki ná sama framleiðnistigi fyrr en 2050. Ef litið er til byggða sem nú er að draga í sundur með, þyrftu þær að auka framleiðnivöxt sinn í 2,8%, eða í fjórfaldan núverandi vöxt, ef þær ætla að loka bilinu á sama tíma.
 • Af strjálum byggðum eru þær sem eru nálægt borgum kvikari og þær hafa verið fljótari að ná sér eftir hið nýafstaðna hrun í samanburði við afskekkt strjálbýli Á strjálbýlum svæðum nærri borgum býr meira en 80% landsbyggðarfólks og tekjur þess fólks og framleiðni eru líkleg til þess að vera svipaðri því sem gerist í þéttbýli. Fyrir kreppuna (2000‑2007) sýndu meira en tveir þriðju strjálbýlla svæða vöxt bæði í framleiðni og atvinnu. Eftir kreppuna (2008‑12) hafa afskekkt landsbyggðarsvæði ekki getað náð sér upp að því er varðar atvinnustig og framleiðni.
 • Útflutningsgreinar, þ.e. greinar sem sinna ekki einvörðungu staðbundnum þörfum, sýnast vera mikilvægur drifkraftur til að vinna upp forskot í framleiðni, bæði í þéttbýli og strjálbýli, þrátt fyrir mismunandi vaxtarforsendur Byggðir sem eru að vinna upp forskot voru með stærri hlutdeild atvinnulífsins í útflutningsgreinum (einkum í þjónustu, framleiðslu eða auðlindavinnslu og stoðveitum) og hafa aukið þá hlutdeild í tímans rás upp í nærri 50% af framleiðslu sinni, í samanburði við einungis þriðjung hjá þeim byggðum sem eru að dragast aftur úr.
 • Góðir stjórnarhættir eru einnig mikilvægir fyrir árangur í framleiðni Byggðir þar sem framleiðni er mikil skora hærra í evrópskum könnunum á stjórnkerfisgæðum og gæðin jukust í þeim byggðum sem voru að ná því að vinna upp forskot. Góðir stjórnarhættir í umsjón með opinberum fjárfestingum geta dregið úr þeim vanköntum í framleiðni og félagslegri þátttöku allra sem leiða af tvístringi sveitarfélaga, einkum á stórborgarsvæðum.
 • Bilin milli byggða stækka þegar tekið er tillit til fleiri mælikvarða á lífskjör en tekna einna og sér Mælikvarði þar sem teknar eru saman tekjur, heilsufar og atvinna sýnir að sumar byggðir kunna að standa höllum fæti í fleira tilliti en einu þegar mat er lagt á hagsæld. Í borgum þar sem unnin eru störf sem krefjast mikillar eða lítillar menntunar („bankamenn og barþjónar“) er tekjumunur yfirleitt hærri en þegar mælt er á landsvísu. Sértæk stefnumótun meðfram almennri stefnumótun er mikilvæg til þess að tryggja að mismunandi samfélagshópar og staðir njóti hagsins af framleiðniaukningunni, þ.m.t. innan borga.

Lykiltillögur

Engin einföld forskrift er til að stefnu til þess að takast á við þessar áskoranir varðandi framleiðni í byggðum og hlutdeild allra í ávinningnum en á nokkrum sviðum er e.t.v. unnt að auka framleiðni, hlutdeild allra í hagsældinni sem af leiðir eða hvort tveggja með opinberum aðgerðum.

 • Skipulagsumbætur, svo sem varðandi vinnumarkað og vörumarkaði, þarf að bæta upp með öðrum stefnumiðum sem beinast að einstökum byggðum til þess að hámarka haginn Skiplagsumbætur geta haft mismunandi afleiðingar eftir byggðum. Stífari höft varðandi vinnuvernd, sem mæld eru með vísitölum um vinnuvernd, hafa í för með sér þyngri byrði fyrir strjálbýlar byggðir þar sem vinnumarkaðurinn er minni en í borgum. Bættar samgöngur auka raunstærð staðbundinna vinnumarkaða og geta bætt upp vinnumarkaðsumbætur og aukið áhrif þeirra.
 • Byggðaþróunarstefna ætti að beinast að þeim þáttum sem ýta undir framleiðni og vöxt í öllum byggðum með langtímafjárfestingum frekar en niðurgreiðslum einum Engu að síður hefur dregið úr opinberri fjárfestingu sem hlutdeild í ríkisútgjöldum á síðustu tveimur áratugum, úr 9,5% í 7,7%. Að auka fjárfestingargetu sveitarfélaga, sem nú fara með 59% fjárfestinga, ætti að setja í aukinn forgang. Fjárfestingar sem greiða fyrir miðlun nýsköpunar og góðra starfshátta í atvinnugreinum og fyrirtækjum innan og utan tiltekinnar byggðar fela í sér tækifæri til þess að auka framleiðni. Þótt reynt sé í mörgum löndum að minnka bilið milli byggða með stefnumótun ætti að forðast að kæfa vöxtinn í þeim byggðum þar sem framleiðnin er mest.
 • Stefnumótun um þéttbýlisskipulag ætti að taka mið af því hvernig borgir tengjast saman í „borganeti“ innan landa Nokkur lönd hafa tilkynnt um nýafstaðnar eða væntanlegar breytingar á stefnumiðum um þéttbýlisskipulag. Þessi stefnumið beinast yfirleitt að því að draga úr félagslegum kostnaði og umhverfiskostnaði í borgum en þau gætu einnig tekið mið af efnahagslegu hlutverki borga, staðbundnum tengingum og byggðatengingum innan landskerfisins og getu þeirra til þess að ýta undir nýsköpun sem hið víðara efnahagskerfi nýtur góðs af.
 • Stefnumið um byggðaþróun í dreifbýli þurfa uppfærslu í „byggðastefnu 3,0“ Árangur hefur náðst í viðleitninni til þess að færa aðferðir við byggðaþróun í dreifbýli út fyrir stuðning við landbúnað þannig að þær taki jafnframt mið af fjölbreytni dreifbýlissvæða og mikilvægi samtengingar við virkari svæði. Með Byggðastefnu 3,0 mætti beina áherslunni að því að bæta samkeppnisforskot samfélaga með samrýmdum fjárfestingum og viðeigandi staðbundinni þjónustu og með því að hvetja til staðbundinnar þátttöku og þróunar sem hefst neðan frá.
 • Varðandi staðbundin stefnumið skiptir fyrirkomulag stjórnarhátta við framkvæmd þeirra („aðferðin“) höfuðmáli Umbætur á sveitarstjórnarstigi eru hafnar í mörgum löndum í þeim tilgangi að færa stefnumið á viðeigandi stig eða til þess að ná fram stærðarhagkvæmni fjárfestinga og þjónustuveitingar. Hin ýmsu lönd halda áfram að gera tilraunir með betri aðferðir til þess að stýra byggðaþróunarstefnu sinni og opinberri fjárfestingu á öllum stjórnarstigum í því skyni að tengja saman opinberar aðgerðir í öllum málaflokkum til þess að nýta samlegðaráhrif og bregðast við fórnarkostnaði.

© OECD

Þessi útdráttur er ekki opinber OECD þýðing.

Eftirprentun þessa útdráttar er leyfileg, að því tilskildu að getið sé höfundarréttar OECD og titils upprunalegu útgáfunnar.

Fjöltyngdir útdrættir eru þýdd ágrip af útgáfum OECD sem upphaflega voru gefnar út á ensku og frönsku.

Þeir eru fáanlegir án endurgjalds í netbókaverslun OECD www.oecd.org/bookshop

Hafið samband við Réttinda- og þýðingareiningu OECD, framkvæmdanefnd fjölmiðlunar og almannamálefna ef frekari upplýsinga er þörf hjá: [email protected] eða með faxi: +33 (0)1 45 24 99 30.

OECD Rights and Translation unit (PAC)
2 rue André-Pascal, 75116
Paris, France

Heimsækið vefsíðu okkar www.oecd.org/rights

OECD

Read the complete English version on OECD iLibrary!

© OECD (2016), OECD Regional Outlook 2016: Productive Regions for Inclusive Societies, OECD Publishing.
doi: 10.1787/9789264260245-en

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error