1887

Náttúru- og menningarminjar á norðurheimskautssvæðinu

image of Náttúru- og menningarminjar á norðurheimskautssvæðinu

Brýn viðfangsefni á norðurheimskautssvæðinu Á norðurheimsskautssvæðinu er að finna nokkur af síðustu svæðum jarðar þar sem náttúran er nánast ósnortin og í þessari stórbrotnu náttúru leynist fjöldi menningarminja sem er hrífandi vitnisburður um ótrúlega hæfni mannsins til að komast af öldum saman í þessum kalda og hrjóstruga heimshluta. Eitt brýnasta viðfangsefnið á sviði umhverfismála á norðurheimskautssvæðinu er að tryggja að öll starfsemi, svo sem nýting auðlinda, ferðaþjónusta, útivist og rannsóknir, sé rekin á vistvænan og sjálfbæran hátt. Aðeins þannig getum við verndað um ókomna tíð þessa ósnortnu náttúru, líffræðilega fjölbreytni og menningarminjar. Norræna framkvæmdaáætlunin um vernd náttúru og menningarminja á norðurheimskautssvæðinu - Grænlandi, Íslandi og Svalbarða - var samþykkt árið 1999 og hafði að markmiði að stuðla að sjálfbærni á norðurheimskautssvæðinu. Ætlunin var að vernda náttúruna og menningarminjar sem heild í einu samræmdu átaki sem með réttu má líta á sem nýmæli í alþjóðlegu tilliti. Í tengslum við framkvæmdaáætlunina voru unnin níu afar mismunandi verkefni sem lokið hefur verið við. Þessi bæklingur lýsir árangri starfsins.

Icelandic

.

Brýn viðfangsefni á norðurheimskautssvæðinu

Náttúra norðurheimskautssvæðisins er einstæð, en við blasa gríðarlega brýn viðfangsefni sem tengjast vernd hennar og varðveislu. Svæðum með ósnortinni náttúru fækkar ört á jörðinni og á norðurheimskautssvæðinu fi nnast nokkur af síðustu víðáttumiklu svæðum jarðar þar sem náttúran er því sem næst ósnortin. Í þessari stórbrotnu náttúru er einnig víða að fi nna margar dýrmætar menningarminjar sem eru til vitnis um það hvernig maðurinn hefur nýtt náttúruna um aldir. Náttúra og menningarminjar norðurheimskautssvæðisins hafa mikla þýðingu í sjálfu sér og skipta einnig miklu máli vegna líffræðilegrar fjölbreytni. Af þeim sökum er nú mjög horft til norðurheimskautssvæðisins – ekki aðeins í ljósi þess að það er vaxandi ferðamannasvæði – og það er nú orðið mikilvægt sem viðmiðunarsvæði í tengslum við umhverfi svöktun og rannsóknir.

Icelandic

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error