Stutt yfirlit yfir norræna stefnumótun
Hide / Show Abstract

Stutt yfirlit yfir norræna stefnumótun

stefnumótun um sjálfbæra neyslu með því að styðjast við aðgengilega þekkingu og hrekja goðsagnir sem standa í vegi fyrir sjálfbærri þróun

Þrátt fyrir að stjórnmálamenn hafi beitt sér fyrir sjálfbærari lífsháttum um 20 ára skeið eykst efnisleg neysla stöðugt á Norðurlöndum. Vilji er hjá þjóðunum til að vera í fararbroddi um sjálfbæra samfélagsþróun en ljóst er að núverandi neyslustefna gæti verið árangursríkari. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður og eru nokkrar þeirra reifaðar í riti þessu, þar á meðal sjálfsákvörðunarréttur neytenda, skortur á stjórntækjum og eins að stjórnmálamenn skortir áræðni til hrófla við málefnum neytenda. Einkum meðal stjórnmálamanna gætir þráláts misskilnings – goðsagna – um neytendahegðun og sjálfbæra neyslu. Hér er greint frá 10 goðsögnum um breytingar í átt til sjálfbærra lífshátta sem hafa orðið þess valdandi að ráðamenn hafa einblínt á tækninýjungar og aukna framleiðni. Goðsagnirnar tíu hafa hamlað félagslegri nýsköpun og komið í veg fyrir nýstárlega verðmætasköpun og sjálfbæra auðlindanýtingu.

Click to Access: 
    http://oecd.metastore.ingenta.com/content/381353ie.pdf
  • PDF
  • http://www.keepeek.com/Digital-Asset-Management/oecd/governance/stutt-yfirlit-yfir-norraena-stefnumotun_tn2013-562
  • READ
 
Chapter
 

Helstu niðurstöður um þekkingarmiðlun You do not have access to this content

Icelandic
Click to Access: 
    http://oecd.metastore.ingenta.com/content/381353iec004.pdf
  • PDF
  • http://www.keepeek.com/Digital-Asset-Management/oecd/governance/stutt-yfirlit-yfir-norraena-stefnumotun/helstu-nidurstodur-um-ekkingarmidlun_9789289329132-4-is
  • READ
Author(s):
Nordic Council of Ministers

Hide / Show Abstract

Þegar skilvirk og gagnreynd stefna um sjálfbæra neyslu er mótuð eru helstu hindranirnar þrálátur misskilningur, einfaldanir og alhæfingar um hegðun neytenda sem við nefnum goðsagnir. Eitt af því sem þvælist fyrir okkur er að sannleikskorn leynist í öllum goðsögnum. Því skiptir mestu máli að leita sannana og leggja þær fram á hlutlausan og yfirvegaðan hátt. Rannsóknir á neysluhegðun eru verulega margslungnar og því getur reynst torvelt að styðjast við þær við stefnumótun, einkum vegna þess að flestir ráðamenn sem móta stefnu um sjálfbæra neyslu eru menntaðir í hagfræði, verkfræði, lögfræði eða náttúrufræði en skortur er á fólki sem býr yfir þekkingu á atferlisvísindum. Skipulagsleg sjálfhelda veldur því að sannanir úr atferlisvísindum nýtast ekki sem skyldi.

Also available in English, Danish, Swedish